Ég var í jeppaferð um daginn og ég var farþegi í Toyota Land cruiser 90 árgerð 2003 breyttum á 38" dekkjum. Ég hef farið áður í jeppaferð og þá á Nissan Patrol og ég verð bara að segja að það var svo miklu betra að vera á Cruiser-num heldur en á einhverjum Patrol. Reyndar eru þessir nýju Toyotu jeppum oft borið saman við leður sófasettum því þeir eru orðnir svoldið lágir en þegar það er búið að hækka þá upp þá er bara næstum ekkert sem stöðvar þá þegar komið er upp á hálendið. Land Cruiser 80 er líka nátturulega algjört gull og frábærir jeppar fyrir hálendið en þeir eru bara svo dýrir þrátt fyrir það að þeir séu árgerð 1990 kosta þeir ennþá um 2 - 3 milljónir. Síðan ef maður vill ekki kaupa neitt voða dýran jeppa en samt mjög góðan þá er Land Cruiser 90 (gamla týpan) málið. Þeir eru alveg frábærir og í þokkabót alls ekki dýrir og góðir í jeppaferðirnar sem og inn í borginni.