5. Umferð Íslandsmótsins í Torfæru 2004 5. Umferð íslandsmótsins í Torfæru fór fram á Hellu 11. september s.l. Haraldur Pétursson var búinn að tryggja sér íslandsmeistara titilinn í sérútbúna flokknum en Gunnar Gunnarsson og Ragnar Róbertsson börðust um íslandsmeistaratitilinn í götubílaflokki, þetta var sem sagt síðasta umferðin þótt Haraldur Pétursson var búinn að tryggja sér titilinn þá ætla hann að vinna þessa keppni eins og allir aðrir. 17 bílar voru skráðir í keppnina en 16 mættu, Gísli Gunnar Jónsson margfaldur íslandsmeistari í Torfæru mætti ekki til leiks.

1. braut var auðveld í byrjun en endabarðið var erfitt og Haraldur Pétursson var sá eini sem komst alla leið og fékk 350 stig. Flestir aðrir fengu 230 stig fyrir lengdina en mismundandi refsingar. Staðan eftir 1. braut var því þannig að Haraldur var efstur með 350 stig í öðru sæti var Pétur Pétursson í götubílaflokki hann leiddi þar með þar Pétur var með 240 stig, Helgi Gunnarsson sem vann á blöndósi var í þriðja sæti með 230 stig ásamt Bjarki Reynisyni.

2. braut var erfið og engin komst alla leið hún byrjaði þannig að þeir fóru niður svo upp aftur svo niður í hliðarhalla og síðan upp barð. Sigurður Þór Jónsson þurfti að hætta keppni eftir að skiptingin hafi farið. Haraldur Pétursson, Leó Viðar, Gunnar Gunnarsson og Gunnar Egilsson fengu flest stigin í þessari braut 210 stig og þeir fór eimmitt í 4 efstu sætunum Gunnar Gunnarsson leiddi því í götubílaflokknum með 430 stig í öðru sæti var Bjarki Reynisson og Ragnar Róbertsson með 420 stig.

3. braut var erfið og engin fór alla leið hún byrjaði þannig að þeir fóru niður barð svo í hliðarhalla og aftur upp erfitt barð sem engin fór upp. Keppendur fengu 180-200 stig í þessari braut og Haraldur var því enn í fyrsta sæti með 740 stig síðan komu þeir Gunnar Gunnarsson og Gunnar Egilsson með 630 stig. Gunni Gunn leiddi því enn í götubílaflokknum Ragnar Róbertsson í öðru með 620 stig og Bjarki með 600 stig.

4. braut var tímabraut og Daníel Gunnar Ingimundarsson velti í þeirri braut. Björn Ingi náði besta tímanum Halli P öðru besta tímanum og Gunnar Egilsson náði þriðja besta tímanum Halli P var enn í fyrsta sæti með 990 stig ío öðru sæti var Gunnar Egilsson með 870 stig og Gunni Gunn í þriðja sæti með 850 stig ásamt Ragnari þannig þeir tveir voru í fyrsta og öðru sæti í götubílaflokki, Bjarki var síðan í þriðja sæti með 740 stig.

5. braut var erfið og það var aðeins þrír komust upp þeir Leó Viðar, Karl Víðir og Ólafur Bragi á þremur hjólum. Leó viðar komst þar með upp í fyrsta sæti með 1145 stig, Halli P í öðru sæti með 1110 stig og Ragnar Róbertsson tók forystuna í götubílaflokknum og komst í þriðja sætið yfir heldina með 1060 stig í öðru sæti var Karl Víðir með 1010 stig og Gunni Gunn í þriðja með 950 stig.

6. braut var nánast eins nema þeir fóru hinum megin við barðið og flestir fóru upp með missmundandi refsingu en Leó Viðar hélt forystunni með 1430 stig síðan kom Gunnar Egilsson með 1375 stig og Halli P var komin niður í þriðja sætið með 1350 stig. Ragnar Róbertsson leiddi í götubílaflokki með 1335 stig Gunni Gunn var komin upp í annað sætið með 1190 stig og Bjarki var komin upp í þriðja sætið með 1105 stig.

7. braut var áin og þar náði engin að fljóta vel nema kannski Haraldur Pétursson og hann fékk 300 stig og komst upp í fyrsta sætið með 1650 stig Jónas Karl náði 270 stigum en var í 5 sæti í öðru sæti var Gunnar Egilsson með 1605 stig og Ragnar Róbertsson var í forystunni í götubílaflokki og þriðja sæti yfir heldina með 1575 stig í öðru sæti var Gunni Gunn með 1190 stig og Bjarki í þriðja með 1175 stig.

8. braut var mýrin og það var aðeins einn bíll sem komst yfir mýrinni og það var engin annar en íslandsmeistarinn Haraldur Pétursson. Gunnar Gunnarsson tryggði sér íslandsmeistaratittilinn í götubílaflokki.

Hér koma lokaúrsltit og 5. umferð íslandsmótsins í Torfæru 2004

1. Haraldur Pétursson Musso 2000 stig
2. Gunnar Egilsson Cool 1685 stig
3. Ragnar Róbertsson Pizza 67 1655 stig
4. Leó Viðar Björnsson - 1620 stig
5. Gunnar Gunnarsson Trúðurinn 1330 stig
6. Jónas Karl Sigurðsson Batman 1310 stig
7. Bjarki Reynisson Dýrið 1295 stig
8. Karl Víðir Jónsson Frosti 1290 stig
9. Ólafur Bragi Jónsson Tímaurin 1210 stig
10.Helgi Gunnarsson Gæran 1205 stig
11.Björn Ingi Jóhannson FríðaGrace 1150 stig
12.Daníel Ingimundarson GreenThunder 1050 stig
13.Magnús Torfi Ólafsson BMW 1030 stig
14.Pétur V. Pétursson Sjarmatröll 830 stig
15.Guðlagur Sindi Helgasson - 653 stig
16.Sigurður Þór Jónsson Toshipa 330 stig


Lokastaðan í íslandsmótinu.

1. Haraldur Pétursson Musso 46 stig
2. Gunnar Gunnarsson Trúðurin 25 stig
3. Helgi Gunnarsson Gæran 20 stig
4. Ragnar Róbertsson Pizza 67 19 stig
5. Leó Viðar Björnsson - 16 stig
6. Sigurður Þór Jónsson Toshipa 15 stig
7. Bjarki Reynsson Dýrið 11 stig
8. Gunnar Ásgeirsson Örninn 8 stig
9. Gunnar Egilsson Cool 8 stig
10.Björn Ingi Jóhannsson Fríða Grace 6 stig


Myndir frá keppninni eru komnar á www.4x4.is og www.fbsh.is og www.greenthunder.tk.

Könnun er um Hver er bestur á www.simnet.is/icebilar/offroad.

Endilega segið álit ykkar á Torfærunni í sumar.