Sælir félagar, mér datt í hug að senda inn hingað örlítinn pistil um dekk. Að sjálfsögðu á upptalningin hér á eftir um 38“ dekk en þau eru hvað algengust á fjöllum.

Dick Cepek (DC):
Gleðigúmi segja margir og flestir vilja meina að þessi dekk séu fyrir byrjendur í fjallamensku sökum mynsturs í dekkjunum. Mín reynsla af DC er sú að það er alltaf hægt að bakka ef þú lendir í vandræðum, en í staðin þá er erfiðara að hjakka og krafsa áfram í snjó.

Mudder:
Þessi dekk eru án efa bestu dekk sem hægt er að keyra á í snjó. Ég veit að dekk eru mikil deilumál og enginn sammála öðrum. Eflaust fer það líka eftir því hvernig bíl þessi dekk fara undir en á heildina litið er óhætt að segja að mödderinn sé eitt það besta sem hægt er að kaupa. Ég veit það að þau henta flestum bílum en þau henta örugglega ekki öllum. Sumir eru líka þannig að þeir geta ekki verið sammála öðrum en mudder hafa áralanga reynslu í þessu jeppasporti hér á landi og veit ég um nokkra sem hafa prufað allt en endað aftur í mödder.

Ground Hawng:
Dekk sem eru tiltölulega ný á dekkjamarkaðinum hér á landi. Þegar þau komu fyrst hingað í gámavís var verð á þessum dekkjum með ólíkindum lágt og fóru margir þá leið að prufa þau sökum verðs. Í dag eru þau en ódýrust. Mín reynsla af þessum er góð, þau virðast gefa muddernum lítið eftir og eru margir af hörðustu mödder mönnum mjög ánægðir með Ground Hawng, sérstaklega þar sem munstrið er mjög líkt. Ég var mikið búinn að spá í hvort að ég ætti að kaupa mér Ground Hawng eða mudder og á endanum valdi ég Ground Hawng einfaldlega vegna þess að þau stóðust mudder í samanburði en voru töluvert ódýrari.

Parnelli Jones:
Þetta eru hörðustu dekk sem ég hef séð. Ég er með þessi dekk, reyndar 37.5”x12.5“ fyrir sumnarkeyrsluna og ég skrapp á þessum dekkjum tvisvar sinnum á langjökul og gekk það bara vel en þvílíkt og annað eins, það var ekki fyrr en ég var kominn í 2.5-3.5 psi sem þau fóru að bælast eitthvað og virka almennilega. Einn hilux eigandi sem ég þekki var á svona dekkjum og hann sagði að þau hefðu ekki verið orðin góð fyrr en eftir svona 70 þús kílómetra, þá væru þau orðin mjúk og fín og bældust almennilega. En þetta eru frábær sumardekk en ég mæli ekki með þessu í vetrarsportið, nema þá á frekar þungum bílum.

Super Svamper:
Þetta eru flott dekk fyrir þá sem vilja vera öðruvísi en hinir. Engu að síður nokkuð góð dekk sérstaklega þar sem þau líkjast Mudder og GH en því miður komast þau ekki í sama flokk. Faðir minn er með svona dekk undir Econoline og hann er ekki sáttur, of mikið veghljóð í þeim og erfit að ballensera en sem betur fer eru þau komin til ára sinna og þarf að skipta þeim út fljótlega.

Trxus:
Þetta eru fínmunstruð dekk sem líkjast Dick Cepek óþarflega mikið. Þessi dekk eru skorin alveg þess og kruss í staðinn fyrir að vera með einhversskonar kubbamunstri. Í akstri hef ég heyrt að þau virki eins og DC og ég hef líka heyrt að þau séu duglega í snjó, þá meina ég krafsi og hjakki en ég persónulega hef enga reynslu af þessum dekkjum.

Mickey Thompson (MT):
Það eru mjög svo skiptar skoðanir um þessi dekk. Menn hafa verið að prufa þessi dekk og bera saman við aðrar tegundir og vilja flestir meina að dekkin krumpast illa og séu almennt léleg í snjó, leiðinleg á malbiki og slitna mjög hratt. En eins og með trxusinn þá hef ég enga reynslu af þessum dekkjum.

Trxus og MT eru reynar 39” og 39,5“ en þar sem þau eru ekki til í 38” ákvað ég bara að skella því hérna inn. Annars væri nú gott ef einhver kæmi nú með almennilegt álit á þessari grein því að ég veit það vel að dekk eru bara eins og hver önnur trúarbrögð og sennilega átta fæstir sig á því að mismunandi dekk henta mismunandi bílum. Ég ek um á Nissan Patrol og má kanski sjá það af lestri þessarar greinar en mjög margir ef ekki flestir Patrollar aka um á GH eða Mudder.

Kveðja
Otti
“He's not the Messiah! He's a very naughty boy” - Terry Jones, Life Of Brian