Helsti fjarskiptabúnaðurinn í alvöru fjallajeppa er að mínu mati NMT farsími og VHF talstöð vegna þess að NMT farsímakerfið nær yfir mest allt Hálendið og er það jú mjög nauðsynlegt að geta verið í góðu símasambandi við nánustu ættingja og fleiri þegar maður er kannski í margra daga fjallaferð. Svo er það að sjálfsögðu VHF talstöðin sem ég hef nú reyndar ekki sjálfur í mínum bíl enn það er eitt það efsta á innkaupalistanum fyrir næsta vetur. Hún getur komið sér mjög vel ef að maður lendir í vandræðum uppi á fjöllum þá er oftast nær hægt að ná sambandi við björgunarsveitir í gegnum VHF talstöðina. Ef að maður er félagi í Ferðaklúbbnum 4X4 þá getur maður fengið afnot af enn fleiri rásum í VHF kerfinu heldur en aðrir sem ekki eru félagar. Og þá getur maður talað í gegnum endurvarpa sem eru staðsettir á nokkrum stöðum á hálendinu. En hinsvegar gagnast stöðin lítið ef að maður hefur ekki þennan aðgang. Ég hvet því alla sem ekki eru félagar í Ferðaklúbbnum 4X4 á gerast félagar sem allra fyrst því að það kostar ekki nema 3500 kr. og svo fær maður afsláttaskírteini sem kemur öllum bílaeigendum að góðum notum, hvort sem þeir eiga Jeppa eða fólksbíl.