3 Umferðin í heimsbikarkeppninni í Torfæru 2004 fór fram í Stapafelli á Laugardaginn en þessi keppni gildi einnig til Íslandsmeistara. 18 bílar tóku þátt í þessari keppni þar af 6 erlendir keppendur 5 frá Noregi og 1 frá Svíþjóð það munaði litlu að þessi keppni færi ekki fram því ekki náðist að ná erlendu bílunum úr tollinum en þeir náðust á föstudagskvöldinu og keppnin fór fram =).

1 braut var auðveld fyrir nánast alla bílana. Hún byrjaði þannig að þeir fóru yfir hól sem nokkrir sátust á kviðin svo kom mikill hliðarhalli svo endaði hún með því að þeir voru upp brekku. 3 keppendur voru með 330 stig þeir Gunnar Ásgeirsson, Arne Johannsesson og Haraldur Pétursson, Ragnar Róbertsson leiddi í götubílaflokki með 310 stig Gunnar Gunnarson var í öðru sæti með 290 stig og Bjarki Reynisson var í þriðja með 260 stig.

2 braut var tímabraut og Sigurður Þór Jónsson bjargaði sér snilldarlegar frá veltu hann var að taka beygju og var að fara á hliðina og hann var á 2 hjólum nokkra metra. Gunnar Ásgeirsson náði besta tímanum fékk 270 stig Gunnar Gunnarsson náði öðrum besta tímanum og fékk 260 og Halli P náði þriðja besta og fékk 240 stig Gunnar Á var í fyrsta sæti eftir 2 brautir Halli P í öðru og Gunnni Gunn í því og þriðja og hann leiddi götubílaflokkinn, Ragnar í öðru sæti.

3. braut var erfið fyrir fyrstu bíla en svo var alltaf auðveldari og auðveldari Gunnar Gunnarsson komst ekki upp og missti þar með Ragnar Róbertsson ufyrir sig og Björn Ingi velti í þessari braut og það var eitt barð í þessari braut og allir erlendir keppendurnir settust þar á kviðinn nema Hans Maki frá Sviþjóð. Haraldur Pétursson náði flestum stigum úr þessari braut fékk 320 stig, Ragnar fékk 300 og Hans Maki fékk 270 stig.

4. braut var auðveld fyrir alla bíla og það voru 3 með 350 stig þeir Haraldur Pétursson, Roar Johansen og Gunnar Gunnarsson en Halli P leiddi keppnina eftir 4 brautir með 1240 stig í öðru sæti var Ragnar Róbertsson á götubíll með 1130 stig og Gunnar Á var í þriðja með 1095, Ragnar leiddi í götubíla flokki Gunnar G í örðu og Bjarki einn í 3 sæti.

5. braut var erfið í byrjun en auðveld í endinum og margir keppendur fóru alla leið það var barð í miðri braut sem Ole Kristian Rustan velti hann fór á hliðina. Gunnar Á, Gunni Gunn og Bjarki fengu flest stigin úr þessari braut eða 290 stig en Halli P var í fyrsta sæti eftir brautina með 1520 stig, Gunni Á var í öðru með 1385 og aðeins 5 stigum á eftir honum kom Ragnar Róbertsson.

6 braut var erfið og Halli P var dæmdur útúr braut sem mér fannst ekki réttur dómur en dómurinn stendur. Flesti keppendur fengu 300-350 stig og staðan eftir 6 braut var þannig að Gunnar Ásgeirsson var í fyrsta sæti með 1685 stig í öðru sæti var Halli P með 1640 stig og í þriðja sæti var Hans Maki með 1580 stig Gunnar Gunnarsson leiddi götubílaflokkin með 1550 stig, Ragnar í öðru með 1470 stig.

7. braut var tímabraut og Roar johansen náði besti tímanum og hann komst upp í annað sætið Gunnar Á var enn í fyrsta hann náði 3 besta tímanum og Halli P var í 3 hann náði 5 besta tímanum staðan var eins í götubílaflokki og Björn Ingi velti í þessari braut.

8. braut var erfið og Gunnar Ásgeirsson sem var í fyrsta sæti fyrir brautina lendi í því að skiptingin sprakk í byrjun þrautarinnar og Halli P skaust upp í fyrsta sætið en í götubílaflokki fór Gunnar Gunnarsson alla leið en hann var talin að hann hafi ekki farið í gegnum hlið hann fór í gegnum hliðið og Ragnar Róbertsson skaust þá upp í fyrsta sætið í götubílaflokknum og lendi líka í þriðja sæti yfir heildina vel gert hjá honum en Gunnar Gunnarsson hefði nú átt að fá fleiri stig í síðustu brautinni en hann fékk það ekki.

Hérna koma síðan úrlsitin úr 3 umferð heimsbikarkeppninar og íslandsmótinu í Torfæru sem fór fram í Stapafelli.

1. Haraldur Pétursson Musso 2010 stig
2. Gunnar Ásgeirsson Örninn 2005 stig
3. Ragnar Róbertsson Pizza 67 1950 stig
4. Hans Maki Sandstorm 1888 stig
5. Leó Viðar Björnsson RE/Max 1880 stig
6. Roar Johansen Thunderbolt 1870 stig
7. Gunnar Gunnarsson Trúðurinn 1820 stig
8. Arne Johannessen Lightfood 1565 stig
9. Finn E. Löberg Hillfighter 1540 stig
10. Bjarki Reynisson Dýrið 1505 stig
11. Helgi Gunnarsson Gæran 1403 stig
12. Daníel G. Ingimundarson Green Thunder 1350 stig
13. Björn Ingi Jóhannsson Fríða Grace 1253 stig
14. Pétur V. Pétursson Sjarmatröllið 1045 stig
15. Ole Graversen The Eagle 916 stig
16. Magnús Torfi Ólafsson BMW 773 stig
17. Ole Kristian Rustan Spiderman 740 stig
18. Sigurður Þór Jónsson Toshipa Tröllinu 480 stig

Staðan eftir 3 umferðir

1. Haraldur Pétursson 30 stig
2. Sigurður Þór Jónsson 12 stig
3. Ole Graversen 12 stig
4. Hans Maki 11 stig
5. Gunnar Ásgeirsson 10 stig
6. Roar Johansen 9 stig
7. Thomas Evsater 8 stig
8. Arne Johannesson 7 stig

Ég geri grein um Hellu keppnina sem fór fram á sunnudagin bráðlega en þeir sem vilja fá myndir frá keppninni geta sent mér póst á huga en það koma myndir frá keppnini bráðlega á www.4x4.is

Endilega segið áltit ykkar á keppninni og fleira

kv berge