Sælt veri fólkið,

Mig langar að forvitnast hvar menn/konur hérna kaupa sitt bensín eða diesel?

Eru menn hérna að versla bara við Atlantsolíu eða er ykkur alveg sama hvar þið kaupið brúsann?

Hafiði ekki pælt í að mótmæla þessum sorglega bensínmarkaði hérna? Ég hef tekið eftir því að um leið og Atlantsolía byrjaði að selja diesel þá lækkaði dieselinn á öllum hinum stöðvum höfuðborgarsvæðisins svipað! Í dag er dieselinn kominn í 35kr en var 49 áður en AO var sett á laggirnar. Sama mál gerðist fyrir bensín, en um leið og birgðir AO klárast rýkur verðið á Shell, Olís og Esso niður!

Ég skil bara ekki hvernig Samkeppnisstofnun, Ríkið, Félag íslenskra bifreiðaeigenda(FÍB) og allir þeir sem hafa eitthvað vald í landinu geti látið svona kalla troðið ofaná sér!

Finnst ykkur þetta vera eðlilegt? Að alltaf þegar olíu eða bensínbirgðir AO klárast þá hækkar verðið aftur!

Annars er þungaskatturinn að fara að hætta þannig að líterinn af diesel fer uppí 90kr þegar það gerist.

kv, Ásgei