Sælir notendur huga.is,

Ég vildi bara aðeins segja nokkur orð um innfluttning á pick-up til Íslands.

Eins og flestir hafa verið varið við er að það hefur fjölgað gífurlega mikið af pick-upum á götur Íslands. Helsta ástæðan er sú að tollar á pick-upum hafa lækkað og eru núna orðnir undir 15% 13,5% ef ég man rétt þannig að maður er að gera mjög hagstæð kaup með því að flytja inn pick-up til landsins.
Ef þið ætlið að flytja inn pick-up þá vil ég benda ykkur á það að þeir í tollinum eru mjög “ósanngjarnir”… T.D. Pallbíllar sem eru með pallana fasta við húsið á bílunum eru ekki flokkaðir sem pallbílar heldur jeppabifreið. Þannig ef þú ert að fara að flytja inn bíl eins og t.d. Ford F150, F250, F350 þá ertu “Safe” einnig með bíla eins og Dodge RAM 1500, 2500 o.fl.

Þeir pallbílar sem eru ekki flokkaðir sem slíkir eru þessir dýru bílar eins og Cadilac Escalade pickup, Chevrolet Avelance o.fl. Ef þið eruð að spá í einhverjum bílum sem þið eruð ekki örugg/ir á að sé flokkaður undur pallbílar þá mæli ég með þvi að þið hringið og athugið á málunum.

Kveðja,

Wiss / <a href="http://www.icemoto.com">www.icemoto.com</a