Sælir,

Já, “38” dekk hvað?“ Spurði maður mig um daginn er ég var staddur upp á fjöllum. Málið var nefnilega það að mér var boðið með í ferð af vinum pabba míns, sem að sjálfsögðu ég þekki mjög vel. Mjög reyndir kallar og búnir að vera á fjöllum síðan þetta sport byrjaði, fyrir næstum þremur áratugum síðan. Ég á mínum lítið breytta Patrol(flestir vita sennilega hvernig honum hefur verið breytt, annars er hægt að lesa um það hér á huga) játti þessu góða boði að sjálfsögðu, maður er bara rétt að byrja að keyra sjálfur á fjöllum, búinn að vera farþegi í 18 ár og var ég því guðslifandi fegin að fá að fara með. Ekki það að ég hafi aldrei farið á fjöll sjálfur, langt frá því, þetta var nefnilega fyrsta ferðin eftir að ég breytti bílnum. Hann er sumsé á 33” en hann stækkar óðum. Jæja, ferðinni var heitið upp Kaldadalinn og upp á Langjökul, taka þar smá rúnt og halda síðan heim.

Klukkann 0600 var mæting á Esso upp á höfða, þar var tekin olía og haldið síðan af stað upp á Þingvelli og þaðan upp Uxahryggi og um Kaldadalinn. Í ferðinni voru við félagarnir 4, ég á 33“, Þeir á tveimur nýjum Patrolumá 38” og svo einn nýlegur Pajero á 38“ Það bættust svo nokkrir við og voru þeir allir á 38” nema einn, hann var á 40“ dekkjum. Eftir stutta stund var færið farið að þyngjast ískyggilega og leist mér ekkert á blikuna. Eftir um klukkustundar akstur frá Esso var komið að úrhleypingum og byrjaði ég bara á því að fara niður í 9 psi. Jæja, allt gekk eins og í sögu og þegar við komum að jökulbrúninni var stoppað og fengið sér smá snæðing á meðan hleypt var úr dekkjunum enn frekar. Klukkan var þá að ganga 10. Þar sem ég bjóst ekki við að komast upp á jökulinn í upphafi ferðar þá var ég fljótur að hleypa niðrí 4 psi og halda af stað aðeins á undan hinum og sjá hvort að ég ætti eitthvað í jökulinn. Og vitir menn, ég fór upp á jökulinn eins og ekkert væri. Alveg ótrúlegt og mönnum fannst þetta frekar undarlegt að hafa 33” breyttan Patrol sér við hlið upp á langjökli í mjög þungu púðurfæri. Sumsé, færið var mjög þungt á jöklinum og skyggni lítið sem ekkert. Þannig að það var ákveðið að koma sér bara af jöklinum og var þá stefnan tekin á Vestari Hagafellsjökul þar sem átti að keyra niður og halda inn í Slunkaríki. Þegar niður var komið var alveg frábært veður, heiðskýrt og logn og -18° stóð á hitamælunum í bílunum. Færið var nú samt svipað og tók það dágóðan tíma fyrir bílana að hjakka sér inn í Slunkaríki. Að sjálfsögðu hefði verið hægt að sleppa öllu þessu hjakki og keyra bara í einum förum en að sjálfsögðu gerir það enginn þegar það er svona veður og svona færi. Þannig að flestir voru að troða sín eigin för og þar á meðal ég. Mér tókst að keyra einsamall á 33" minni. Það gekk ekkert rosalega hratt en það gekk. Um þetta leyti sögðum við skilið við bílana sem við hittum í Reykjavík og héldum af stað í átt að Hlöðufelli til móts við fleirri Grindvíkinga sem voru allir á lítið breyttum bílum. Þeim gekk misvel, voru ma. í affelgunarvandræðum ofl. Eftir að við höfðum hitt þá og hjálpað þeim úr þessu veseni lögðum við að stað heim. Við ákváðum að fara Línuveginn í gegnum Mosaskarðið og inn á Kjalveg og fara þá leiðina heim.

Semsagt, þessi ferð var í alla staði frábær. Hún tók reyndar ekki nema 17 tíma, en það var vel þess virði.

Kv. Otti
“He's not the Messiah! He's a very naughty boy” - Terry Jones, Life Of Brian