Sælir Hugaðir.

Ég ætla að skrifa hérna um jeppa jeppana eða þannig. Ég er með í höndunum “góðan” Scout Traveler 1980 Árgerð. Hann er með 3.3 Nissan Dísel vél(Turbo) Bílinn er gamall og til árana kominn en eitthverja hluta vegna gét ég ekki skilið við gamla skrjóðinn, það er bara eitthvað við greyjið,þið vitið.
Annars þá það sem er helst með greyið eins og allt hér á fróni sem er orðið þetta gamallt þá er ryð orðið smá vandamál. Sýlsar og gólfið að framan eru ekki bara gengum ryðgað heldur bara farið til Plútó og eru ekkert á bakaleið.Ég á heilann framhluta af Scout Body en er hálf smeikur við að nota það til eitthverja smíða þar sem að body þarf að vera skorið 15cm fyrir aftan hurðarstaf og soðið aftur saman þar. svo þarf að ryðbæta bletti að aftan. að öllum líkindum þarf að smíða ný afturbretti á hann en ég ætla að vera bjarsýnismaður með það :D
Ég hef líka skoðað önnur body á hann en þau eru ekki hagkvæm eða þannig. Patrol Body passa flott á Scout Grind en ég er bara ekki hrifin af þeim.

kannski eitthver hafi góða punta handa mér um hvað er sniðugast að géra hérna. endilega látið heyra