Ég hef fylgst með torfærukeppnum á Íslandi í yfir 20 ár, og ég verð að segja að mér finnst torfæran vera orðin stöðnuð.
Ég hef ekki nennt að fara á eina einustu keppni í sumar því af því sem ég sé í sjónvarpinu eru keppnirnar alveg eins og á síðasta ári.
Sömu bílar, sömu menn og sömu brautir…
Í “gamla” daga mættu menn með heimilisjeppana sína og kepptu á þeim, þarna sá maður ameríkana af vellinum á allskyns jeppum og pick up´um, brautirnar voru að sjálfsögðu auðveldari en í dag, en þótt ótrúlegt megi virðast voru þær skemmtilegri fyrir áhorfendur.
Til dæmis man ég eftir einni þraut þar sem ökumaðurinn átti að aka upp litla brekku, stöðva síðan á vissum stað, hlaupa út úr bílnum að stórri spýtu, og negla nagla á kaf í spýtuna,,það var alveg óskaplega gaman að fylgjast með þessu.

Í dag eru allir bílarnir orðnir svipaðir, sérútbúnir og götubílar, eini munurinn eru dekkin, hvernig væri að sjá alvöru “götubíla”,? þ.e. bíla á númerum, sleppa þessum “götubílaflokki” eins og hann er í dag, færa þá bíla bara í sérútbúna flokkinn.
Það vantar fjölbreytni í torfæruna í dag.. undanfarin ár hefur engin þróun orðið í keppnunum sjálfum, brautir svipaðar, úrslit svipuð osfrv.

Gulag