Sælir félagar,

Á síðstu dögum hef ég verið að breyta mínum yndislega Patrol í alvöru jeppa eða því sem næst, ég veit að orðin yndislegt og Patrol í sömu setningu fara víst ekki vel í eyru sumra þannig að ég reyni að spara það og minni á greinina sem 66Bronco skrifaði fyrir stuttu. En aftur að breytingunum.

Ég vissi alla tíð að það væri auðvelt að breyta Patrol en sá í rauninni ekki hvað það var rosalega auðvelt að breyta þeim fyrr en ég byrjaði á því.

Þessi umræddi Patrol er af eldri gerðinni, nánar tiltekið árg. ´95 Það eina sem ég þurfti að kaupa til verksins voru 10cm upphækkunarklossar og spyrnusíkkanir að framan. 10cm spyrja kanski sumir, jú, það er einfaldlega til þess að sleppa við boddílyftingu, með þessu skerðu örlítið meira úr brettum til að setja kantana á en úr verður mikið fallegri og skemmtilegri bíll heldur en þeir sem eru með 4cm boddílyftingu og 8cm klossa. Með því að kaupa þetta var kostnaðurinn kominn í 28.000 krónur tæpar. En svona fór þetta nú:

Sunnudagurinn 26/10 2003:
Bíllinn settur á lyftu og dekkin tekin undan. Jafnvægisslá tekin að framan og aftan, skrúfuð í sundur og endar lengdir, framan, um 8cm og að aftan um 6cm, grunnað og málað svart. Næst voru demparar að framan teknir úr og demparafestingarnar að ofanverðu teknar úr. Þær skornar í sundur og lækkaðar um 10cm. Að því loknu voru dempararnir settir í en jafnvægisslárnar látnar bíða á gólfinu. Dekkin voru svo sett á og bíllin keyrður út eins og ekkert hafi gerst. Alls um 3 tíma vinna.

Fimmtudagurinn 30/10 2003:
Farið og náð í notuð 33“ dekk, þau sett á 10” breiðar WhiteSpoke stálfelgur. Bíllinn svo settur á lyftuna og dekkin tekin undan. Á þessu tímabili bjóst ég ekkert við að setja hann á götuna fyrr en í fyrsta lagi á sunnudeginum en komst fljótt að því að svo var ekki. Ákveðið var að byrja að aftan og voru því dempararnir losaðir það, demparafestingarnar á hásingunni skornar af og færðar upp á hásinguna, alls um 8-9cm hækkun, því næst var skástífa tekin úr að ofan og gatið fyrir boltann sem heldur þeirri stífu fært innar á bílinn um 4mm, með þessu fæst rétt staðsetning á hásingunni því ekki gengur að hafa hana lengra til hægri eða eitthvað álíka þegar bíllinn er keyrður =) Svo voru gormarnir rifnir út og klossar settir ofan við þá og þeim skellt aftur í. Þá var þessu að mestu leyti lokið að aftan, en þó átti eftir að gera smávægilegar breytingar í viðbót. Alls um 3 tíma vinna.

Föstudagurinn 31/10 2003:
Það var svo allt til staðar þegar við byrjuðum á föstudeginum, bíllin klár á lyftunni, rafsuðutæki, brennari og verkefæri við bílinn, ekkert að gera nema byrja strax þannig að dempararnir voru losaðir að neðan, gormarnir teknir úr, spyrnufestingarnar losaðar við grind og hásingu og þær teknar undan, að því loknu voru nýjar spyrnufestingar soðnar á. Útkoman úr því var sú að þá var búið að lækka spyrnufestingar við grind um 10cm. Svo voru spyrnunar settar aftur í, suður og annað grunnað og málað svart. Skástífan var svo tekin úr og það sama gert, gat fyrir boltann fært um ca. 4mm. Að því loknu voru klossarnir settir á stallinn, lítill flatjárnsbútur soðinn á til þess að halda klossanum á réttum stað og svo var grominum komið aftur fyrir. Dempurunum komið fyrir og allt hert vel og vandlega. Þá var nú stærsta og erfiðasta hlutanum lokið. Síðasti klukkutíminn fór í það að breyta önduninni á afturhásingunni, bremusjafnarinn hækkaður um 11cm, festingar og T stykki á bremsuslöngunni hækkaðar um einhverja 6cm. Að öllu þessu loknu voru ný dekk og felgur settar á hann og bílnum slakað niður.
Alls um 4 tíma vinna.

Vá, þetta hafðist allt og allt var í góðu lagi. Það eina sem eftir er þá að gera fyrir þennan bíl er að kaupa kanta, smella þeim á og kaupa svo 38“ dekk sem ættu að smell passa undir bílinn eftir þessar breytingar því að á þessum Patrolum þarf ekkert að vera að skipta um hlutföll og eitthvað álíka dýrt vesen eins og er á nýju bílunum, það er bara allt klappað og klárt fyrir stærri dekk og ég kem aldrei til með að þurfa að breyta einhverju fleirru eða gera eitthvað meira fyrir undirvagninn og hásinarnar til þess að setja stærri dekk. En svona útlitslega séð þá er bíllinn talsvert fallegri og er mikill munur á honum í akstri, en því miður leyfir fjárhagur minn ekki kaup á köntum alveg strax þannig að ég verð að notast við þessi 33” dekk sem eru undir honum núna. Ég hafði svo hugsað mér að senda mynd með þessari grein en hún verður víst að koma seinna.

Annars þakka ég bara fyrir mig og bið að heilsa.
Otti Rafn Sigmarsson

P.S.
Bílinn var kominn á götuna á föstudagskvöldinu nákvæmlega klukkna 21:57
“He's not the Messiah! He's a very naughty boy” - Terry Jones, Life Of Brian