Var á fundi í gær með jeppadeild útivistar hjá Artic Trucks.
Þar fengu menn það beint í andlitið að ætlunin sé að halda sig stíft við Viðmiðunartöflu fyrir Jeppaferðir sem byrt er á www.utivist.is (jeppaferðir). Sagt var að þessi tafla hefði verið búinn til af mönnum með reynslu í vetrarferðum, og marg yfirfarinn.
Það sem er merkilegt við þessa töflu er að Patrol, Landcr70,80 og 100 á 38“ fá ekki að fara með í jeppaferðum sem eru með mikið erfiðleikastig. Þeir lenda í sama flokki og Hilux á 35” og Suzuki á 33“ sem sagt aðal ferðirnar yfir jökla o.s.fr. no way.
Hilux ,Lcr90 ,Trooper á 38” eru aftur á móti vel gjaldgeingir í allar ferðir.
Svekkjandi fyrir eigendur þessara þungu jeppa því Jeppadeild útivistar er það félag sem er með flestar skipulagðar jeppaferðir yfir veturinn.
Þetta sýnir líka að ekki dugar að setja hvaða hlunk sem er á 38" og halda að maður komist allt á snjó. Reynslan hefur sýnt annað.
Mitt hjól: Jamis Dakar