Sælir kallar og konur

Ég og félagar mínir skelltum okkur í jeppaferð í gær. 3 bílar, Patrol, Sidekick og grútmáttlaus Dodge Ram með 318vél og 3 gíra skiptingu.

Stefnan var á e-ð fjall rétt hjá Þingvöllum, þetta er þar sem maður beygir hjá Þingvallaskálanum og inn á Uxahrygginn og er þar á vinstri hönd. Þar bjuggumst við snjó en NEI þar var enginn snjór að ráði…nema smá til að gera fjallið hvítt! En þá ákváðum við að Crúsa á Skjaldbreið, keyrðum í gegnum Þingvelli og í átt að Laugarvatni og beygðum svo inná Lyngdalsheiðarafleggjarann(minnir að þetta heiti Lyngdalsheiði) Síðan vorum við búnir að keyra í smá tíma…síðan blasti þetta við!!! Þetta hvíta fallega:) þetta var ótrúlegt!! á þessum tíma árs! Við litum út eins og blejur sem var verið að sleppa út á vorin :D…Sem betur fer var ég eini maðurinn með spotta, einhvern algjöran aumingja en hann dugði! EN ÞETTA VAR ÓTRÚLEGA GAMAN!! Ég var í vímu í allt grkvöld!

Mæli eindregið með því að þið skellið ykkur um helgina í dagsferð uppá Skjaldbreið!!!

Góða helgi
kv, Geiri Gaur
Patrol