Það er búið að vera skemmtilegt sumar fyrir akstursíþróttir og greinin verið að vekja verulegan áhuga erlendis. Búið er að fara erlendis með keppni svo eitthvað sé nefnt. Það er greinilegt að það er mikil hugur í fólki og það má til gamans nefna það að núna er kominn upp vetvangur á netinu fyrir <a href="http://www.isak.is">Íslenskar Akstursíþróttir</a>. (http://www.isak.is/)

Á þessari síðu er loksins á sama stað hægt að nálgast allar upplýsingar um akstursíþróttir á einum og sama staðnum. Þarna eru upplýsingar um torfæruna, kvartmíluna, rallið og marg fleira.

Fullt af myndum frá þeim atburðum sem í gangi hafa verið í sumar. Þetta er eitthvað sem enginn áhugamaður um íslenskar akstursíþróttir ætti að láta framhjá sér fara. Þarna er eitthvað fyrir alla.

Síðan er bara að skella sér á næstu keppni í torfærunni sem haldin verður á Hellu 19. ágúst.

Sjáumst hress þar.

Xavie