5. Umferð Íslandsmótsins í Torfæru 5. Umferð íslandsmótsins í torfæruakstri fór fram í jósepsdal þann 28. september þetta var sem sagt síðasta umferðin. Þessi keppni skipti í raun engu máli því Haraldur Pétursson var búinn að tryggja sér íslandsmeistara titilinn en það var slagur í götubílaflokknum fyrir keppnina en svo kom í ljós að Ragnar Róbertsson fór erlendis til að keppa í öðru því fékk Gunnar Gunnarsson titilinn á silfurfati og fékk meða annars bikar á slifurfati fyrir keppnina. Það voru 15 keppendur skráðir til leiks og von var á góðri keppni en ég ætla að segja ykkur hvað gerðist í öllum brautunum eins og ég hef gert í hinum greinunum.

1. Braut var mikil hliðarhalli og héldu margir að þessi braut yrði mjög auðveld en þar var hún ekki. Björn Ingi fór fyrstur og gekk ágætlega og fékk 140 stig. Næstur kom Pétur Pétursson á Flugunni hann var að keppa sínu fyrstu keppni á þessu ári en hefur keppt áður en honum gekk eins vel og Birni Inga og festist í miðjum hliðarhalla og fékk aðeins 30 stig. Næstur kom Bjarki Reynisson í götubílaflokki hann er á ekki eins stórum dekjum og aðrir og fór stutt og fékk aðeins 10 stig rétt komst í hliðarhallan. Síðan kom Daníel Ingimundarsson og honum gekk illa og fékk 0 stig. Erlingur Reyr Klementson og Garðar Sigurðsson fóru bara fyrstu braut og þurftu að hætta keppni. Helgi Gunnarsson velti í þessari braut og fékk 40 stig. Sigurður Þór fékk 130 stig og Haraldur Pétursson velti og fékk aðeins 60 stig og Gunnar Gunnarsson og hann fékk 0 stig síðan kom Kristján Jóhannesson og hún gekk vel og fékk 200 stig og var í fyrsta sæti eftir fyrstu braut.

2. Braut var erfið fyrir fyrstu bíla og Daníel fékk 70 stig, Gunnar Ásgeirsson sem fékk 0 stig í fyrstu braut en hann fékk heil 240 stig nú Jónas Karl Sigurðursson sem ók bíl Ragnars fékk aðeins 70 stig og Helgi Gunnarsson sem velti áðan fékk 90 stig og Sigurður Þór fór alla leið og fékk 260 stig og Haraldur fór alla leið og fékk 190 stig og Kristján Jóhannesson fór alla leið og fékk 300 stig og Gunnar Gunnarsson fékk 225 stig og Björn Ingi fékk 300 stig.

3. Braut var erfið þó hún væri bara beint upp, Gunnar Ásgeirsson fór fyrstur og rétt nartaði í þetta og fékk 40 stig næstur kom Sigurður Þór reyndi en velti og fékk 80 stig síðan kom Halli Pé og hann fór upp en hitti ekki á endahliðið og fékk aðeins 130 stig, Kristján fékk 90 stig og Gunni Gunn fór sömu leið og Halli Pé 110 stig og Björn Ingi fékk 100 stig.

4. Braut var auðveld hún byrjaði þannig að þeir áttu að fara upp brekku svo beygja til vintri og upp aðra brekku og Sigurður Þór fékk 180 stig og Kristján Jóhannesson fékk 350 stig eins og Björn Ingi en Gunnar Gunnarsson velti og fékk aðeins 180 stig Pétur Pétursson fékk líka 180 stig og Daníel fékk 300 stig.

5. Braut var dálitið erfið en hún byrjaði þannig að þeir áttu að fara upp smá barð svo í hliðarhalla svo upp brekku. Það fóru flest allir upp þessa braut og fengu 6 300 stig þeir voru Kristján Jóhannesson, Haraldur Pétursson, Björn Ingi Jóhannsson, Sigurður Þór Jónsson, Gunnar Gunnarsson og Gunnar Ásgeirsson hinir fengu svona 150 stig til 250 stig.

6. Braut var Tímabraut og þarf gerðist dálitið, Kristján Jóhannesson fór í brautina en tímaverðir voru ekki tilbúnir þannig að hann þurfti að fara aftur og hann fór síðastur og hann skipti yfir á önnur dekk fyrir seinni ferðina og það má ekki og síðan var tíminn mældur með upptökuvél en 4 bestu tímunum náðu Haraldur Pétursson, Gunnar Ásgeirsson, Björn Ingi og Krisján svo kom Gunnar Gunnarsson og Pétur Pétursson var í botni alla tíman og var næstum því farinn framfyrir sig í lokabrekkunni.

7. Braut var einnig tímabraut og þar voru sömu með bestu tímana og staðan breytist lítið.

8. Braut var upp lítið barð svo í mikin hliðarhalla svo niður svo upp dáltið erfitt barð og þar komust allir upp nema Karl Víðir Jónsson en Daníel Ingimundarsson og Jónas Karl Sigurðsson festust á fyrsta barði en hér koma svo úrslitin og lokastaðan í íslandsmótinu í torfæru 2003.

1. Björn Ingi Jóhannsson Kicker 1910 stig
2. Kristján Jóhannesson Cool 1900 stig
3. Haraldur Pétursson Musso 1830 stig
4. Sigurður Þór Jónsson Tosipha 1650 stig
5. Léo Viðar Björnsson RE/Max 1570 stig
6. Gunnar Ásgeirsson Örninn 1520 stig
7. Daníel Ingimundarsson Green Thunder 1170 stig
8. Pétur Pétursson Flugan 1050 stig
9. Erlingur Reyr Klementsson Hrafninn 25 stig


Lokastaðan í íslandsmótinu 2003:

1. Haraldur Pétursson Musso 42 stig
2. Kristján Jóhannesson Cool 32 stig
3. Sigurður Þór Jónsson Tosipha 30 stig
4. Björn Ingi Jóhannsson Kicker 26 stig
5. Gunnar Ásgeirsson Örninn 16 stig
6. Daníel Ingimundarsson Green Thunder 9 stig
7. Léo Viðar Björnsson RE/MAX 8 stig
8. Erlingur Reyr Klementsson Hrafninn 2 stig
9. Guðmundur Pálsson Flugan 2 stig
10.Garðar Sigurðsson Vélburstanum 1 stig
11.Helgi Gunnarsson nýr 03 1 stig


Sem Sagt Haraldur Pétursson Íslandsmeistari 2003
Og Gunnar Gunnarsson íslandsmeistari 2003 í götubílaflokki.
Mér fannst þetta vera skemmtilegt Torfærusumar og ég hvet alla til að mæta á sem flestar keppnir á næsta ári.


Takk fyrir mig Berge