Jeppin minn Halló, ég á svartan Izusu Trooper jeppa eða réttara sagt á pabbi minn hann. Það eru til þrír svartir Izuzu Trooperar á stóra höfuðborgasvæðinu og pabbi á einn, Davíð Oddson á einn svo á einhver gaur út í bæ einn. Bíllin minn er með svona dökkunm rúðum hjá aftursætunum svo gátum við fengið leðursæti en við vildum það ekki því að á sumrin eru sætin brennandi heit en á veturna eru þau ís köld. Bíllinn er 215 hestöfl með disel vél og kemst upp í svona ca. 200 km. hraða. Hann er með fjagra strokka disel vél með turbo. Hann er einnig með 32 tomma dekkjum með álfelgum, sjálskiptur og með næstum því öllum aukahlutum. Við keyptum hann nýjan og erum búin að eiga hann í tæp þrjú ár. Við erum búin að ferðast mjög mikið á honum, við fórum hringinn í kringum landið, upp í kellinga fjöll og á alskonar staði. Það er pláss fyrir 7 manns í bílnum en það eru tvo sæti aftast í bílnum sem við notum ekkert en ég taldi þau samt með, þau hanga svona í loftinu og það er hægt að láta þau niður ef margir eru að ferðast í bílnum. Þegar að við keyptum jeppan kostaði hann svona 4 milljónir en ef við myndum sselja hann núna gæti hann kostað svona 3 milljónir.

Kveðja Birki