4. Umferð Íslandsmótsins í Torfæru fór fram í Stapafelli rétt hjá Keflavík 24. águst. Þetta var hörku keppni það voru 16 keppendur skráðir til leiks. Haraldur Pétursson leiddi mótið var með 25 stig, Sigurður Þór var með 21 og Kristján Jóhannesson var í þriðja sætinu með 18 stig. Í götubílaflokki var Ragnar Róbertsson í efsta sætinu með 26 stig en Gunnar Gunnarsson var í öðru sæti með 24 stig. Ég ætla að renna yfir keppnina eins og í hinum greinunum.
1. Braut var frekar auðveld hún byrjaði bent upp með samt smá barði svo kom mikill hliðarhalli og svo upp. Halli Pé náði besta áranginum í þessari braut hlaut 320 stig, Krisján hlaut einnig 320 stig, Sigurður Þór fékk aðeins 250 stig en Björn Ingi festist á fyrsta barði og fékk aðeins 70 stig, í götubílaflokknum tók Ragnar forustuna hlaut 300 stig fyrir hana en Bjarki Reynisson var í öðru sæti eftir fyrstu braut með 255 stig Gunnar Gunnarsson var í þriðja sæti með 235 stig.
2. Braut var erfið fyrir fyrstu keppendur hún byrjaði þannig að þeir þurftu að fara yfir smá hól síðan upp erfitt barð og síðan upp þar sem þeir endahliðið var í fyrstu braut, Halli Pé náði flestum stigum fékk 330 stig, Kristján fékk 310 stig og var 20 stigum á eftir Halla Pé, Siguður Þór var með þeim fyrstu og hann velti og fékk aðeins 20 stig og þar með átti hann litla möguleika á fyrsta sæti, í götubíla flokknum náði Gunnar Gunnarsson flestum stigunum hlaut 280 stig, Ragnar fékk 220 stig þar með hélt Ragnar 1 sætinu í götubílaflokknum.
3. Braut var einnig erfið fyrir fyrstu keppendur hún byrjaði í hliðarhalla svo upp erfitt barð til að byrja með svo varð það auðveldari þegar lengra leið á brautinni, Gunnar Ásgeirsson og Bjarki Reynisson náðu besta áranginum þeir fengu 305 stig Halli Pé fékk 300 stig en Sigurður fékk 285 stig og Kristján fékk 255 stig Ragnar Róbertsson jók forustana í götubílaflokki á Gunnar Ragnar fékk 260 en Gunnar 255 stig.
4. Braut var frekar auðveld hún byrjaði að fara upp lítið barð svo í annað barð svo upp litla brekku. Halli Pé náði enn og aftur besta áranginum hlaut 305 stig reyndar fékk Björn Ingi 305 stig líka í götubíla flokki minnkaði Gunnar Gunnarsson forskot Ragnars um 10 stig Gunnar fékk 265 en Rangar 255.
5. Braut var frekar dálitð erfið það voru þröng hlið en Erlingur Reyr nýliði náði flestum stigum úr þessi braut fékk 260 stig Halli Pé fékk 250 og Gunnar Ásgeirsson fékk 240 í götubíla flokki tók Gunnar örugga forystu fékk 220 stig en Ragnar fékk aðeins 50 stig.
6. Braut var auðveld hún byrjaði á því að fara upp tvo auðvelda hóla síðan í hliðarhalla og upp brekku staðan breyttis ekkert það fóru allir sem voru í toppbárattunni þarna upp, Halli Pé, Kristján, Gunnar Ásgeirsson og í götubíla flokki fór Gunnar upp en Ragnar komst ekki upp.
7. Braut var tímabraut þar náði Gunnar Ásgeirsson besta tímanum fékk 250 stig Sigurður Þór og Haraldur náðu öðrum og þriðja besta tímanum og fengu 240 stig í götubílaflokknm náði Gunnar betri tíma en Ragnar og fékk 200 stig en Ragnar fékk ekki nema 180 stig.
8. Braut var erfið fyrir fyrstu bíla en þar náðu Gunnar Gunnarsson besta áranginum hlaut 320 stig Ragnar Róbertsson fékk 270 einnig fengu Kristján og Björn Ingi 270 stig en Gunnar Ásgeirsson velti í þessari braut og fékk ekki nema 160 stig einnig velti Daníel Ingimundarsson og fékk aðeins 130 stig.
En Haraldur Pétursson sigraði örugglega og þar með tryggði hann sér Íslandsmeistara titillinn en ég hér koma loka úrslit:


Sæti Nr Nafn Bíll Stig
1. 1 Haraldur Pétursson Musso 2015
2. 31 Kristján Jóhannesson COOL 1850
3. 8 Gunnar Gunnarsson Trúðurinn 1845
4. 5 Gunnar Ásgeirsson Goodyear Örninn 1690
5. 6 Ragnar Róbertsson Pizza 67 1585
6. 3 Björn Ingi Jóhannsson Kicker 1575
7. 4 Sigurður Þór Jónsson Toshiba tröllið 1575
8. 9 Bjarki Reynisson Dýrið 1097
9. 34 Erlingur Reyr Hrafninn 1095
10. 10 Daníel G. Ingimundars Græna Þruman 1020
11. 12 Óskar G. Óskarsson Re/Max 950
12. 17 Pétur V. Pétursson Sprautarinn 335
13. 14 Karl Víðir Jónsson Bakkus 210
14. 32 Garðar Sigurðsson Vélburstinn 180
15. 33 Helgi Gunnarsson nýr03 160
16. 16 Þórður Bragason Hereford Willy´s 60

Staðan yfir heildina:

1. Haraldur Pétursson 35 Stig
2. Kristján Jóhannesson 24 Stig
3. Sigurður Þór Jónsson 23 Stig
4. Ragnar Róbertsson 18 Stig
5. Gunnar Gunnarsson 18 Stig
6. Björn Ingi Jóhannsson 14 Stig
7. Gunnar Ásgeirsson 11 Stig

Staðan í Götubílaflokki:

1. Gunnar Gunnarsson 36 Stig
2. Ragnar Róbertsson 34 stig
3. Bjarki Reynisson 22 stig

Sýnt verður frá keppninni í Mótorsporti á sýn kl 21:00 á þriðjudaginn.

Næsta keppni fer fram 27. September þá verður síðasta umferðin þar er ekki búið að ákveða hvar hún verður.


kv berge