Jæja góðir pennar. Núna er ég að velta fyrir mér að poppa aðeins betur vélina í mínum ástkæra fjalla trukki. Í honum er 5.0 ltr ford mótor, já eða 302 cid, sem er nú þegar poppaður í ca 300+ hesta. Ættla að taka það framm strax að vélin var frammleidd í jeppa, það er talsverður munur á 302 í fólksbíla og síðan í jeppana. En það ernú önnur saga. Ég hef verið að velta fyirir mér að setja ofaná hann supercharger, eða blower einsog sumir kalla þetta. En er ekki allveg að kaupa það. Of riski að vera með hoodscope sem stendur hátt uppúr og gerir lítið annað en að draga snjó þegar þannig stendur á, held að það sé ekki allveg að gera sig. Ég er með nitró á honum og næ útur því einhverjum helling af hestum í viðbót, en er að verða búinn með vélina útaf þessu og langar að losna við þetta gas dót. Verð sáttur í ca 400 - 500 hesta. Þannig að ef þið eruð með hugm. endilega látið ljós ykkar skína :)
Wabis ofvirki