2. Umferð Íslandsmótsins í Torfæruaksti fór fram á Blöndósi
14. júní, þetta var hörkuslagur frá upphafi til enda. Björn Ingi Jóhannasson var mættur til leiks en hann eyðilagði blokkina sína í vélinni sinni fyrir fyrstu umferðina í Jósepsdal.
Fyrstu tvær brautirnar voru auðveldar og fjórir keppendur voru með fullt hús stiga með 700 stig þeir Haraldur Pétursson, Kristján Jóhannessson, Björn Ingi Jóhannsson og Gunnar Gunnarsson á götubíl.
Þriðja braut velti Björn Ingi og Gunnar Gunnarsson og þá tók Haraldur 1. sætið.
Í fjórðu braut velti Haraldur Pétursson og lendi illa og braut eitthvað að framan, Kristján velti einnig í þessari braut.
Í fimmtu braut gerðist ekkert áthugavert staðan breyttist ekkert óg heldur ekkert í 6. braut en í 7 og næstsíðustu braut lendi Haraldur Pétursson í bilnum og bílinn stöðvaðist um miðja tímabraut. í síðustu brautinni veltu margir, Kristján Jóhannesson
Sigurður Þór Jónsson komst upp 8. brautinni og er hann sá eini sem hefur komist þarna upp en það er búið að reyna að fara þarna upp í heil þrjú ár, Björn Ingi Þurfti ekki nema 100 stig en honum langaði líka að fara þarna upp og honum tókst það ekki hann stökk langt upp og fór svona í handahlaup og skemmti bílinn talsvert en vann samt og hann var mjög ánægður með það.

Hérna koma úrslitin á Blöndósi:

1. Björn Ingi Jóhannsson 2025 stig
2. Sigurður Þór Jónsson 1900 stig
3. Ragnar Róbertsson 1870 stig
4. Haraldur Pétursson 1855 stig
5. Kristján Jóhannesson 1705 stig
6. Gunnar Gunnarsson 1655 stig
7. Pétur V. Pétursson 1490 stig
8. Bjarki Reynisson 1415 stig
9. Daníel G. Ingimundarson 1335 stig
10.Guðmundur Pálsson 1200 stig
11.Karl Víðir Jónsson 680 stig
12.Garðar Sigurðsson 640 stig
13.Helgi Gunnarsson 435 stig
14.Óskar Gunnar Óskarsson 415 stig
15.Gunnar Ásgeirsson 0 stig

Staðan í sérutbúnum:

1. Haraldur Pétursson 16 stig
2. Sigurður Þór Jónsson 14 stig
3. Kristján Jóhannesson 12 stig
4. Björn Ingi Jóhannsson 10 stig

Staðan Í götubílaflokki

1. Gunnar Gunnarsson 18 stig
2. Ragnar Róbertsson 16 stig
3. Bjarki Reynisson 12 stig
4. Pétur V Pétursson 10 stig
5. Karl Víðir Jónsson 6 stig


Næsta keppni fer fram 12. júlí á Hellu