Ég elska hann, ég elska hann ekki..... Þegar ég var að lesa Scout II greinina hérna fyrir neðan þá datt mér í hug tilfinningar manna til bílanna sinni. Tilfinningar manna til bílanna sinna geta verið sitt á hvað… það fer held ég mest eftir því hvernig þú finnur þig við bílinn… ef þú “treystir” bílnum og finnur þig virkilega undir stýri þá eru miklar líkur að þú viljir helst ekki láta hann frá þér og þú hreinlega elskir hann…
Í mínu tilviki þá er ég ástfangin af Suzuki Fox… þetta er kannski ekki eðlileg súkka en súkka er ávallt súkka… hún er gædd B20 vél með Dana 44 og að sjálfsögðu gormum allan hringinn, einnig stendur 36 tommu mudderinn sig vel undir henni. Þrátt fyrir að ég hef keyrt mikið öflugari, stærri og sterkari bíla þá finn ég mig best undir stýrinu á súkkunni… mér finnst ég ráða best við hana og ég þekki hana best… þetta fer kannski eftir þekkingu á bílnum en samt getur þetta verið breytilegt.
Svo er það hatur á vissum tegundum… sumir hata þessa tegund og finnst hann ógeðslegur meðan annar fellur einfaldlega fyrir honum og sér eitthvað í honum sem hinn sér ekki… þetta er bara smekkur… en ég trúi því að þetta er það sem þú sérð í bílnum. Það sem ég sé í súkkunni er léttleikinn, snerpan og einfaldleikinn… ekkert ofurflókið system en sumir heillast af því alveg eins… Ég vil gjarnan fá að heyra ykkar sögu af ykkar “ástbíl” og senda mynd ef hægt er.