Scout II

Árið 1971 fékk International Harvester til liðs við sig Keith Mazurek frá Chrysler Corporation til að koma á super-sell Detroit-type thinking. Hann vildi eyða þriðjungi fjárlag fyrirtækisins í eitt verkefni

Hann Breytti nafni deildar fyrirtækisins úr “Motor Truck” sem var frá 1930 yfir í “Truck” og breyti vinnugöllum deildarinar úr grámyglugrænum yfir í skærbláan og snéri markaðs deildini út og inn hvað varðar umboðsölur.

Draumurinn varð svo að veruleika þegar að Scout II kom á markaðinn haustið 71. Hún var kynnt með 345ci. V8 vél, stæðsta vél sem nokkuðtíman hafði komið í Scout. Stuttu seinna var 258ci. 6 cylender vélinn kynnt til að bæta við 305 og 345 vélunum. Bandaríkjastjórn tók þessa bíla strax til notkunnar við landamæragæslu og líka við Flugvallar stjórnun a´Kennedy flugvelli í New York.

1973 er hætt að setja 196 vélina í Scout. Þessi vél var oft kölluð Hálfáttan og kom með 3 gíra Kassa. Hún var aftur í boðinn ári seinna.

Árið 1976 var Fjórhjóladrifinn Scout “THE OFFICIAL VEHICAL” á vetrarólimpíuleikunum í Austurríki. Haugt var að fá Sérstakan Ólimpíu Scout. Þetta árið var það fyrsta sem boðið var upp á 198ci díselvél.Var hún 3,3 lítrar og frá Nissan. Scout II er fyrsti bíllinn á markaðinum sem býðst með díselvél.
Scout Traveler lítur Dagsins ljós, Hann 18 tommun leigri en Scout II. International hannar stóra Díselvél í Scout. 7,3 lítra en hún er aldrei boðinn þar sem hún var of þung fyrir bílinn :(. Þessi vél var seld til Ford allt til 1994.

Í Januar 77 Býðst Super Scout til að keppa við Jeep. Super Scout kom með veltigrind, Kastaragrind eitthveri. og Vélarstækunum eitthverjum, ég hef persónulega aldrei séð þessa bíla.

78 Kom IH með markaðsettninguna “Take a Stand to Save the Land”. hugmyndin ver að höfða til umhverfissinna.

Mitt ár 1979 er hætt að framleiða Super Scout. 4000 slíkir bílar voru Framleiddir frá 77 til 79.

Í Apríl 1980 loga öll viðvörunarljós hjá IH. Fyrirtækið stóð í löngu og ströngu verkfalli fram eftir ári. Síðast Travelerinn kom af færibandinu 25 ágúst og síðast Scout II ran af 21 október. Þetta árið voru allir Scout bílar fjórhjóladrifnir og Díselbílarnir komu bara beinskiftir

Þetta er síðasta árið sem alvöru 4x4 er framleiddur

Einn helsti kosturinn við Scout II er Langar fjaðrir og áreiðanlegar vélar. Að mínu mati er stæðsti gallinn hvað húsið á honum er þungt. Ef eitthver er með nákvæma tölu á þyngd þess á endilega láið mig vita, en til samanburðar þá held ég að efnið í Scout Húsi sé 4X þykkara en í Land Cruser eða Patrol!

Endirlega látið mig vita hvað þið hafið um þessa merku bíla

Kveðaja MS14scout