Ákvað í leti minni að skreppa upp á Lyngdalsheiði föstudaginn 21.mars. Ef það hefði verið skemmtilegra veður hefði maður kanski skellt sér í vélsleðaleiguna en þegar ég kom þangað upp gerði algjöran blindbil og það fyrsta sem ég sá var 44" breyttur patrol og bílstjórinn hlaupandi hringinn í kringum bílinn með skófluna, nett fastur. Ég reyndi eitthvað að leika mér þarna en mjög blautur snjór og leiðinlegt veður varð til þess að ekkert varð úr degi sem lofaði góðu. Held að maður verði bara að sætta sig við snjóleysið þennan veturinn og leggjast á bæn fyrir þann næsta…