Keppnisdagatalið í Torfæru 2003 er tilbúið ég fékk að vita það sl föstudag. Það eru aðeins 5 keppnir en síðustu 3 ár hafa verið 8 keppnir. Vegna þess að það eru svo fáar keppnir á þessu ári eru vegna þess að þetta er gert vegna þreytu og það er rosalega erfitt að fá starfsfólk á keppnirnar því að starfsfólkið er líka á Rallykeppnum, Rallykross keppnum og Kart keppnum og starfsfólkið verður svo þreytt. Ég hefði verið sáttur við 6 keppnir en ég talaði við einn keppanda í torfæru hann væri sáttur við 4 keppnir.

Hér kemur svo Keppnisdagatalið 2003:

1 25. Maí Jósepsdal
2 14. Júní Blönduós
3 12. Júlí Hella
4 24. Ágúst Stapafell
5 27. September Óákveðið


Hvað finnst ykkur um dagatalið og hvað vildu þið fá margar keppnir.