Sælir félagar. Ég ætla hérna að renna yfir í stuttu máli hvað ég gerði í janúar, svona ef einhver hefur áhuga.

11/01/03 Laugardagur
Það var lagt af stað frá Grindavík klukkan 9 að morgni á mínum bíl, semsagt óbreyttri kansteina tík, eða það hélt ég. Með tvöfalda vélsleðakerru í eftirdragi. Ferðinni var heitið upp á langjökul að prufa sleða hjá Artic Trucks og skemmta sér að skjálfsögðu eitthvað líka á eigin tækjum. Við hittum félaga okkar sem var á einhverri mözdu druslu, en húin fór samt upp að afleggjara en stoppaði þar þegar sást í skafla. Svo þegar komið var hálfa leið upp að jökli, semsagt frá veginum í gegnum kaldadal, sá ég það voru nokkrir bílar með kerrur í vandræðum efst í brekkunni vegna ofþjappaðs snjós. Þannig að ég brá á það ráð að taka sleðan úr kerrunni aðeins neðar og láta þá þræða leiðin upp á meðan ég keyrði bara rest. Nú þegar ég kom upp í brekkuna brá ég mér út fyrir veg og keyrði í gegnum einhvern lítinn skafl og beið meðan að Patrol dró upp Land cruiser 90 bíl með kerru, svo þegar hann var nú kominn upp fór ég upp á veg, þá var nú einna LC 100 stopp með tvöfalda kerru. Má ég minnast á það að ég er á MMC L200 á 31“. Ég náttla skellti spotta í trukkinn og dróg hann upp restina af brekkunni. Þetta þykir mönnum eflaust ekki merkilegt en fyrir lítill kall á litlum bíl þá var þetta rosalegt. Svo var komið upp að jökli og þokkaleg biðröð í að prufa sleðana, þannig að ég ákvað að aðeins að prufa bílinn í snjónum, hleypti úr niður í 5 pund og skellti mér af stað og vitir menn, eftir nokkra keyrslu var ég kominn að þremur 38” breyttum hiluxum sem voru í vandræðum með að komast hærra :) Þá fannst mér þetta bara nóg og sneri við, festi mig svo einu sinni á leiðinni niður og var það aðallega vegna þess að ég fór bara of hægt niður, en þegar ég áttaði mig á því að gefa svolítið í, var í fjórða gír og á 60 km hraða, sem er náttla gríðarlegur glæfraskapur en þar sem það voru flestir farnir og ég sá nokkuð langt fram á við hélt ég þessum áfram. Þegar niður var komi var ég ánægðasti maður í heimi og það átti enginn til orð á svæðinu. En það var blautur snjór og því nokkuð gott flot.
http://www.heimsnet.is/vogo/myndir/Langjökull%20 11.01.03/

18/01/03 Laugardagur

Það var lagt af stað frá Shell upp á höfða klukkan 9 á mínum bíl, tveimur Hiluxum á 35 og 36, Patrol á 38“ og LC 80 á 38” Flestir voru með farþega og sleðakerrur þannig að ferðinni var heitið upp á lyngdalsheiði. Færið þar var frekar leiðinlegt, þar sem það var frekar þjappað skaf og ef maður stoppaði þá var maður fastur. Allir bílarnir sko. Ég hef í raun lítið að segja um þessa ferð nema það að þetta var algjör snilld. Ég komast ekki alveg allt sem ég vildi komast en komst nógu langt til þess að segja að bíllin minn er alveg merkilega góður í snjó á þessum litlu dekkjum. Hann er sko merkilega góður miðað við stærð, gerir það sem enginn býst við en ég fer ekki aftur með svona mikið breyttum bílum í ferð því að ég held að það voru flestir orðnir þreyttir á að bíða eftir mér og draga mig upp.
http://www.heimsnet.is/vogo/myndir/Lyngdalsheiði% 2018.01.03/

25/01/03 Laugardagur
Við vorum nókkrir félagarnir sem vorum í sumarbústað í grímsnesi og ákváðum við að kíkja í smá bíltúr, ég á mínum bíl, Suzuki Zamurai á 31“ og Pajero á 31”. Fyrst var ferðinni heitið á flúðir og þar ákváðum við að fara að sveitabæ þar sem ég var í sveit einu sinni. Þar vissi ég að væri torfær vegur, um 2 km að lengd og lá hann yfir fjall og að vatni nokkru. Allir voru til í það. Það tók okkur um 2 tíma að komast þessa 2 km leið og þó nokkur spottaslit þar sem Pajeroinn átti frekar erfit yfirferðar. En L200 minn og súkkan komust á leiðarenda, sem var vatn sem var frosið og þar sem allir voru enn í stuði og enginn til í að fara heim þá var rölt út á vatnið, fyrst bara rétt út á og byrjað að hamra í það, svo var gengið út á vatnið mitt(miðjuna ;) og byrjað að hamra þar með skóflu og þegar það var komin um 25 cm djúp hola og ísinn engan veginn að fara að enda. Þá var það einróma ákvörðun að senda súkkuna út á vatnið og binda aftan í hana skífur nokkrar og draga á eftir. Að stija á þessum skífum er eitt það allra skemmtilegasta sem ég hef gert á ævinni. En þetta var náttla gríðarleg áhætta að keyra út á vatnið, en þar sem það var í þo nokurri hæð yfir sjávarmáli og búið að vera frosið lengi þá var þetta í lagi.
Ég á ekki til myndir af þessu.

26/01/03 Sunnudagur
ÉG fór á ´mínum bíl einum þar sem restin var sofandi á móts við Hilux á 35" og hittumst við við þingvelli og var ákveðið að fara í gegnum kaldadalinn og fara svo upp á jökul og taka þátt í leitahundaæfingu. En þegar í kaldadalinn var komið var gríðarlegur krapi og leiðindi og þegar við vorum kominn ca 3km frá neyðarskílinu lentum við í vandræðum, þar fór hiluxinn yfir skafl og festist einu sinni en við náðum honum upp aftur og svo komast hann yfir skaflinn, sem var sko ofan í veginum á svona 200M kafla. Hann komst yfir og þá var komið á mér en ég festi mig. Hiluxinn bakkaði þá til baka og freistaði þess að kippa í mig en allt kom fyrir ekki, bíllin haggaðist ekki. Eftir svona klukkutíma af mokstri og íkippingum hafði bílli ekki hreyfst um sentimeter. Þar sem við vorum í góðu símasambandi og bílar sem við þekktum voru í nágrenninu ákváðum við að senda hiluxinn yfir skaflin til baka og ná mér þar upp. En hann festi sig á leiðinni og voru þá báðir fastir. Mikið vandamál þá komið upp en við náðum að losa hann á undraverðan hátt og svo náði hann mér upp eftir að 10M langur teygjuspotti slitnaði, þannig að þið getið ýminda ykkur átökin. Svo var ákveðið þar sem klukkan var það marg að við snerum bara við og færum heim. En á þessum tíma meðan bílarnir voru fasti hafði færið þyngst svo gríðarlega að það náði bara ekki nokkurri átt. Þannig að ferðin niður á þingvelli var þannig að Hiluxinn fór fyrst í einhvern skafl, hann festi sig, þá koma ég að honum og dró hann upp, svo komst hann að lokum yfir, en þá reyndi ég á mniklu minni bíl og festi míg líka, þannig að hann bakkaði bara og dróg mig upp. Þetta gerðum við svona 30 sinnum alla leiðin niðureftir.

ÉG er ekki viss um að nokkur nenni að lesa þetta, en ég ákvað að demba þessu bara í eina grein.

Takk Fyrir mig og endilega skoðið myndirnar.
Otti R. Sigmarsson
“He's not the Messiah! He's a very naughty boy” - Terry Jones, Life Of Brian