cc, cIn, cm3, In3.

Menn eru alltof oft að rugla saman mælieiningum svo hér kemur smá leiðrétting. Ef vélar eru undantekning þá er ég að bulla.Ef ég hinsvegar skil stærðfræði rétt þá er þetta svona: Menn tala oft um t.d. 350cc í willis, cc, fyrra c-ið stendur fyrir kúbik(kassi) og það seinna fyrir cm. þannig að cc=kúbik sentimetrar=rúmsentimetrar=350cc willis er með 0.35 lítra vél! þar sem 350cIn er = 350 kúbik inches(tommur) er 350 willis með 5.7 lítra vél sem er frekar algengt. Þannig að cc=cm í þriðja veldi! Svo að þið kallar sem eigið tröll með stórar bensínvélar, í guðana bænum ekki auglýsa vélarnar ykkar sem t.d. Big Block 455cc. Þá eruð þið í raun að auglísa 0.455 lítra Big Block, lol!

Annað sem margir þyrftu að læra er hvernig finna má stærð á t.d. 350 cIn mótor í lítrum. Þar sem cIn er rúmtommur þarf að breyta þeim í rúmsentimetra. 1" = 2,54cm þannig að rúmtomma er u.þ.b. 16,39 rúmsentimetrar. Svo að til að reikna stærð 350cIn mótor í lítrum þarf að margfalda 350*16,39=5736,5 rúmsentimetrar. Það er þá 5,7 lítra mótor. Tölurnar hér að ofan eru námundaðar.

Ef einhver vill nánari skýringu þá endilega spyrjið! Ég veit auðvitað ekki allt um þetta (í raun =ekkert) en eitthvað meira veit ég þó.

WILLIS