Ég fór í stutta ferð milli jóla og nýárs og datt í hug að skrifa um það hér þar sem mér finnst afar fáar greinar eru sendar hingað inn.

Ég fór með pabba á bílnum hans, Cherokee ‘87 á 33" með 4L vél, ásamt föruneiti fjögurra annarra bíl. Cherokee með rúmlega 300 kúbiktommu Bronco vél, 2 gamlir Landcruiser og gamall Patrol.

Við lögðum af stað kl 14:00 og keyrðum beinustu leið inn í Þórsmörk en farið var að dimma þegar við komum á staðinn. Fyrir þá sem ekki hafa komið inn í Mörk nýlega var búið að setja allar fyrstu sprænunrnar í ræsi og vegurinn frá gömlu brúnni og næstu kílómetra var alltof góður(búið að hefl’ann og setja einhverskonar sandlag á hann). Þareftir var vegurinn stórgrýttur og margrofinn af litlum sprænum eins og hann á að vera.

Þegar við komum inn að lóni voru hinir fjórir bílarnir farnir yfir vaðið án þess að ég hafi séð hvar, en þeir biði hinu megin við bakkan. Ég óð út í og í fá skipti hef ég lent þarna í þetta miklu vatni. Það fór víst yfir aðalljósin á bílnum. Ekkert vatn af viti var í Steinsholtssá og við fórum yfir krossá við Merkurrana. Hún var nokkuð breið en öll áin var þó nær eingöngu í einum ál. Þar var smá vatn og bakkin var heldur brattur báðu megin. Það kom mér nokkuð á óvart hversu mikið var í ánum á þessum árstíma, ég hef aldrei séð það áður en við sáum að vísu ekki Hvanná. En allt gekk eins og í sögu og við héldum bara aftur heim eftir að hafa keyrt yfir blessuðu árnar.