Jæja, þá held að við séum nú komnir á það stig að fara að velja einhverja leið til þess að fara. Samkvæmt könnuninni þá vildu fleirri fara í dagsferð heldur en helgarferð þannig að ég held að við ættum að stefna á það. Nú, mér finnst að við ættum að taka til athugunar tvær leiðir aðalega, eina á vesturlandi og eina á suðurlandi. Svo yrði það bara tilkynnt kvöldið áður eða á mótsstað hvert yrði farið og yrði það valið með veðurfar og veðurhorfur í huga. Mótsstaður gæti verið á Select við vesturlandsveg og lágmarkskröfur eru 31" dekk (gætum byrjað á því, held að við munum fá fleirri til að koma með ef það er svona) og svo CB stöð. Þá er bara spurnig um að póst hér fyrir neðan, hvert þið mynduð vilja fara, út frá því yrði unnin könnun og svo þær tvær leiðir sem yrðu efstar í þeirri könnun myndu verða fyrir valinu. Endilega látið í ykkur heyra um hvert þið viljið fara. Ég var líka að spá í hvort að það væri ekki sniðugt að hittast svona eins L2C og bíla áhugamálið á einhverju bílaplani og kíkja á gripina hjá hvor öðrum(þá er ég að tala um bíla :Þ ) og gera það kanski fljótlega. Allavega er ég mjög opin fyrir öll og til í allt.

Kveðja
Otti
“He's not the Messiah! He's a very naughty boy” - Terry Jones, Life Of Brian