Einu hef ég tekið eftir hér á jeppaáhugamálinu að undanförnu og það er það að einhverjir segja að þegar stærri dekk eru komin undir jeppana okkar þá snúist bremsudiskarnir hægar og hitni því minna þegar bremsað er og bremsi því einhverra hluta betur.

Þetta, því miður vinnur ekki upp allt þetta auka átak sem lagt er á diskana með stærri dekkjum. Til að halda sömu bremsukröftum verður að stækka diskana um næstumþví sömu prósentu og dekkin og voru stækkuð um(sem verður aldrei hægt)

Hvernig er best að útskýra þetta?
jú þegar þú ert að losa felguró og notar til þess skrall, þá stundum er það ekki nóg, og hvað gerir þú? jú þú setur rör uppá skaftið á skrallinu til að fá meira átak.

Afleiðingarnar: annaðhvort losnar róin eða boltinn snýst í sundur.

Sama átaksbreyting gagnvart bremsudiskunum á sér stað þegar stærri dekk eru sett undir jeppa. Lengdin frá hjólmiðju út að brún á dekki lengist og því eykst átakið á bremsurnar. Angi af þessu vandamáli er þegar Hummer á 44" snýr í sundur öxlana þegar það er bremsað, en óbreyttur Hummer gerir þetta ekki.

Vona að þetta varpi ljósi á þetta vandamál, örugglega eru einhverjir sem geta útskýrt þetta betur og ég hvet þá til að tjá sig.

kv. Gardne
I dont like trying, trying is the first step towards failure. (H. Simpson)