Já útaf greininni um eftirminnislegustu jeppareynslunni langaði mér að segja ykkur frá minni. Hún er nú ansi skemmtileg :D

Ég bauð vini mínum með í smá jeppaferð. Við vorum á Landcruiser 80 92 árg á 35“ Fínn bíll sem skilaði sér vel.
Well við fórum ekkert langt bara aðeins lengra en heiðimörk en það var hevííí snjór úti. K við byrjuðu og allt gekk vel settum bara i lága drifið eftir s´má tíma í snjónum….. Síðan kom brekka oki ekkert mikið virtist hún vera en síðan þegar við byrjuðum að fara upp þá breittist þessi saklausa brekku í brjálæði. Bíllinn byrjaði að spóla i snjó uppa hurðum og bílnum var bakkað og aftur var reynt við brekkuna í þetta skiptið komust við lengra en síðan bara var eins og við höfðu keyrt i sprungu eða eitthvað bíllinn sökk í snjó uppá glugga. Þetta var ekki skemmtilegt. Well við reyndum að moka hann uppúr en ekkert gekk þannig að við hringdum í vin hans pabba sem er með splitt framan á bílnum sínum. Þegar hann var að koma a brekkunni festist hann líka (Hann er líka á 35”) við þurftum að labba niður brekkuna og moka hann lausann. Síðan kom hann að bílnum og við festum spilið við bílinn. Þegar byrjað var að spóla inn þá rann bara bíll vinar pabba að okkar bíl n eftir sona klukkutíma náðum við okkar bíl uppúr þa voru komnir 3 tímar frá því að við festumst. En á meðan bilinn var ennþá fastur kom gaur sem var að keyra þarna gaur á 38“ að hjálpa okkur. En allavena þegar við náðum að losa okkar bíl þá var vinur pabba að bakka og það hrundi líka undan hans bíl nema að hann valt á hliðinna. Við náðum eftir einhvern tíma að losa hans bíl og þegar við ætluðum að fara þá var hinn gaurinn á 38” búinn að festa sig (Veit mikið vesen) þannig að við fórum að reyna að losa hann það gekk ekkert það vel þannig að hann hringdi í vin sinn sem er líka á 38" og erftir langan tíma náðum við að losa hann…. En síðan festi vinur hans bílinn sinn LOL og það tók tíma að ná honum en heppnaðist svo fyrir rest. Síðan var leiðin heim orðin erfiðari en við komumst að lokum… Þessi ferð er sú eftirminnislegasta jeppaferð sem ég hef farið í ef þetta á að kallast jeppaferð….. Með þessu sjáum við að maður þarf ekki alltaf að fara lengst uppá fjöll til að festa sig eða fá mikinn snjó….


Takk fyrir


P.S. Vona að snjórinn fari að koma :D