Titillinn segir sig sjálfur.

Síðustu mánuði hef ég, Arkímedes, uppfært Myndskeiðakubbinn vikulega, og hef
alla jafn gert svo einn míns liðs. Ég hef frá upphafi óskað eftir myndskeiðum frá
ykkur, ágæta jazz- og blúsáhugafólki, og þakka þeim fáu sem sendu inn.

En nú eru jólin búin, og ég er löngu uppiskroppa með hugmyndir; það er vegna
þess að tónlistarsmekkur minn er tiltölulega þröngur, og því bið ég enn og aftur
um aðstoð ykkar — til að haldið úti Myndskeiðakubbinum þurfum við myndskeið!

Ef fá myndskeið berast gæti svo farið að kubburinn verði fjarlægður.

Kveðjur,
Arkímedes