Ég fór um daginn á bókasafnið fullur eftirvæntingar og tók plötuna “Giant Steps: John Coltrane” og fór þaðan heim og skellti henni á fóninn (geislaspilarann). Fyrsta lagið var titillagið á plötunni, Giant Steps, og það lofaði góðu þar til að hann Coltrane byrjar að taka sóló. Þá breytist andinn í laginu og það verður ervitt heyrnar vegna hraðans á sólóinu. Þar með eyðilagði hann lagið að mínu mati. Annað lagið er bara rugl að mínu mati, það byrjar á sólói og er bara sóló þar til að píanistinn kemur inn með hljóma og síðan tuttugu sekúndum seinna þá endar lagið. Ég reyndi að hlusta á hin lögin á disknum (16 talsins) þar sem 9 af þeim voru aðrar tökur á hinum 7 lögum disksins og 3 af Giant Steps fyrir utan upprunalegu útgáfuna á því lagi. Ég er búinn að komast að því að ég er bara orðinn pirraður eftir 1 og 2 lagið og er ekki í ástandi til þess að gagngrýna hin lögin sem eru eflaust betri en hin tvö. Ekki misskilja mig en þetta er mín skoðun á disknum og hvet ég ALLA til þess að hlusta á diskinn og gefa mér sína skoðun á honum…Takk fyri
Lifi funk-listinn