 Stórsveit Suðurlands ásamt stórsöngvaranum Ragga Bjarna mun halda tvenna tónleika, 24. og 25. mars nk.
              
              
              Stórsveit Suðurlands ásamt stórsöngvaranum Ragga Bjarna mun halda tvenna tónleika, 24. og 25. mars nk. Sveitin mun leika ein og óstutt á fyrri hluta tónleikanna og spila m.a hefðbundin swing-lög, samba og fönk.
Raggi mun síðan stíga á stokk eftir hlé og taka með sveitinni slagara á borð við “New York, New York”, “My Way” og “All og Me” og einnig lög sem þjóðin þekkir vel í hans flutningi.
Fyrri tónleikarnir verða haldnir í Hótel Selfossi og hefjast kl. 20.30. Þeir seinni, 25. mars, verða haldnir í Iðnó kl. 20.30. Aðgangseyrir er kr. 1.500.
 
        






