Kjamms, 23 ára trommari sem býr í miðbæ Reykjavíkur hérna. Datt í hug að athuga hvort það væru ekki einhverjir hérna sem væru til í að starta bandi.

Hef helst í huga að spila einhvernveginn allt í bland, blues, fusion, funk, jazz, swing, bigband, dixie, etc etc, hvað þið viljið kalla það - en að búa til “notendavænni” músík, ef svo mætti að orði komast. Eilítið einfaldari og poppaðri stíll kæmi til greina. Mér dettur Cherry Poppin' Daddies í hug, en samt ekki (vá hvað ég hljóma eins og ég viti ekkert hvað mig langar að spila hérna).

Helst myndi ég vilja spila með fólki á svipuðum aldri sem hefur lært á hljóðfærið sitt.

Einhver sem hefði mögulega hugsanlega kannski áhuga?