Sælt veri fólkið

Mér tókst einhvern veginn að klúðra kóðanum í “Af handahófi” kubbnum, því hef ég tekið ákvörðun um að breyta honum, í staðinn fyrir að nú komi greinar af handahófi verður hægt að skoða allar greinarnar sem komið hafa inn í “Sjá meira”, til bráðabirgða ætla ég að nefna þetta “Gangur frægðarinnar” (léleg þýðing á “Hall of Fame”) en ef þið hafið betri hugmyndir látið mig vita. Þetta verður svona gagnagrunnur með stuttri umfjöllun um alla bestu listamenn áhugamálsins (gefið að þið verðið dugleg að senda inn umfjallanir um ykkar uppáhalds listamenn). Þetta eru bara stuttar umfjallanir, þrjár efnisgreinar sirka, ég veit fyrir víst að sumar þessara umfjallana eru bara þýddar samantektir af wikipedia, það er í fínu lagi.

Allar nýjar umfjallanir fá að sjást hér á forsíðu áhugamálsins í viku sirka (ath að það geta verið fleiri en ein í einu), en þið fáið engin stig fyrir að senda þetta inn og heldur er ekki hægt að gera athugasemdir við einstaka greinar, (ég vil hinsvegar benda á korkana hérna vilji einhver hefja umræðu um ákveðna listamenn eða umfjallanir sem geymdar eru þarna).

Umfjallanir sendast sem einkapóstur á mig. Að sjálfsögðu er höfunda getið.

Ég vil einnig benda þeim sem sendu inn umfjallanir fyrir löngu síðan þegar svipað kerfi var í gangi að láta mig vita ef þeir hafa látið breyta notendanöfnum sínum enda kannaðist ég ekki við nokkra þeirra sem sendu inn umfjallanir, svo ég geti sétt rétt notendanafn við umfjöllunina.

Ég fer af stað með bannerkeppni fyrir áhugamálið bráðlega, auglýsi það síðar en þið getið farið að pæla í þessu núna ef þið viljið.

kveðja
WoodenEagle