Stórsveit Reykjavíkur endurtekur vegna fjölda áskorana magnaða klúbbstemmningu frá tónleikum í nóvember sl. Á fernum
Tónleikum á Café Rosenberg, Klapparstíg 25, verður flutt breytileg dagskrá út nótnabók Thad Jones (1923-86), eins helsta meistara big band tónlistar
síðustu áratuga. Stjórnandi er Sigurður Flosason

Thad Jones var trompetleikari með hljómsveit Count Basie á árunum 1954-63. Ásamt trommuleikaranum Mel Lewis stofnaði hann árið 1965 The Thad Jones/Mel Lewis Jazz Orchestra, en sú hljómsveit leikur enn á hinum þekkta jazzklúbbi The Village Vanguard í New York undir nafninu The Village Vanguard Jazz Orchestra. Jones yfirgaf sveitina árið 1978 og flutti til Danmerkur. Þar stjórnaði hann m.a. Stórsveit danska ríkisútvarpsins og stofnaði Eclipse stórsveitina. Eftir lát Count Basie árið 1984 tók Thad Jones við stjórn þeirrar sveitar og starfaði með henni til dauðadags árið 1986. Thad Jones er almennt talinn í hópi mikilvægustu tónskálda stórsveitasögunnar og hafa tónsmíðar hans og útsetningar haft gríðarleg áhrif. Kraftmikil og áleitin tónlist hans hefur oft skapað magnaða stemmningu, ekki síst á klúbbum.

Sunnudag 15. feb. kl. 21:00
Mánudag 16. feb. kl. 21:00
Sunnudag 22. feb. kl. 21:00
Mánudag 23. feb. kl. 21:00 - Upptaka fyrir RÚV

Aðgangur kr. 1.000
Námsmenn og eldri borgarar kr. 500

(tekið af: reykjavikbigband.com .. nánar til tekið af: http://reykjavikbigband.com/frettir.html )

* Ég skellti mér á tónlekana sem voru í gær og þeir voru geðveikir! Tuddalega góðir hljóðfæraleikarar, vel útsett og mikið stuð :)
Ég hvet alla að skella sér á að minnsta kosti eina tónleika í þessari skemmtilegu tónleikaröð :)