Ég skellti mér á Grúvjazztónleikana á café Rósenberg sem eru auglýstir í korknum hér að neðan í gærkvöldi og voru þetta allveg killer tónleikar!
Hljómsveitin Fönksveinar sá um að hita upp og voru þeir ekkert nema skemmtilegir :) Efnilegir spilarar þrátt fyrir að vera mjög ungir. Þeir tóku nokkur klassísk funk lög ásamt frumsömdu efni. Básúnuleikarinn sem sá um að kynna lögin og hljómsveitina var einkum skemmtilegur.
Því næst kom “aðal” hljómsveitin sem var undir stjórn Ara Braga Kárasonar, trompetleikara.
Allir hljóðfæraleikararnig þar voru allveg tuddalegir.
Á Rhodes var Eyþór Gunnarsson, á trommur var Einar Valur Scheving, á bassa var Pétur Sigurðsson, á gítar var Daníel Friðrik Böðvarsson, Jóel Pálsson á sax, og síðastur en ekki sístur að sjálfsögðu Ari Bragi Kárason á trompet og flugelhorn.
Tekin voru funk/grúv/jazz lög á borð við Chank, Cissy strut og fleiri og meðallengdin á þessum lögum held ég að hafi verið rúmar 20 mínútur :)
Skemmtilegt hvernig þeir fóru með lögin. Eitt hljóðfæri brjar kanski og svo smám saman koma allir inní grúvið og stemningin verður svakaleg, þetta leiðir út í sóló og svo er sólóið kanski komið út í eitthvað þvílíkan sýru stemmara; Eyþór með tremolo, reverb og deley á rhodsinum og Einar Scheving með einhver heví djúpt trommubít og sólistinn í einhverju þvílíku heróín sólói.. svo dettur allt inn í þvílík grúv sem kemur öllum í geðveikan fílíng!
Rosalegt Trommusóló sem fékk alla til að fá gæsahúð.

Svo að útkomas á þessu öllu saman voru geðveikir tónleikar fyrir allan peninginn! Ef einhver hérna fór á þessa tónleika, endilega tjáið ykkur um hvað ykkur fannst:)