Sænski djasstónlistarmaðurinn Esbjörn Svensson, 44 ára, lét lífið í köfunarslysi í Stokkhólmi um helgina. Í sænskum fjölmiðlum hefur komið fram að Svensson var að kafa með hópi af fólki og köfunarkennara, nærri eyjaklasa í kringum Stokkhólm, þegar hann hvarf skyndilega. Svensson fannst á sjávarbotni, með alvarleg meiðsl, og var fluttur með þyrlu á sjúkrahús, þar sem hann lést.

Umboðsmaður Svensson segir hann hafa verið einn áhrifaríkasta djasstónlistarmann síðasta áratugar, sem náði til breiðari hóps hlustenda, en hefðbundnir djasstónlistarmenn.

Esbjörn Svensson hélt tvenna tónleika með tríói sínu, EST, á Listahátíð í Reykjavík í mai 2007.

tekið af mbl.is

Maður er vanur því þegar gömlu meistararnir gefa upp öndina, það er gangur náttúrunnar, en þegar svona gerist þá veit maður vart hvað maður á að segja.

EST er alveg frábær hljómsveit, ég sá hana reyndar ekki þegar þeir spiluðu hérna í fyrra, en sannarlega ein af áhrifameiri djassveitum í bransanum í dag.

Megi minning lifa um ókomin ár.

kveðja
Viðar Örn