Ég heyrði lag um daginn í útvarpsþætti á rás 2 með Andreu (rokkömmunni).

Mér skildist á henni að þetta væri lag eftir Stevie Wonder en hvað sem ég leita þá finn ég ekki lagið, mér skildist líka að þetta héti East Side Boy, West Side Boy, East Beach Boy, West Beach Boy eða eitthvað svoleiðis en get samt ekki fundið lagið.

Lagið var svona svoldið fönkað djass lag, byrjaði með svoldið súrum og “fölskum” gítargipum, svo kom inn trompet eða eitthvað minnir mig og svo trommurnar sem voru svoldið hraðar og gerðu lagið virkilega töff, man ekki alveg hins vega hvort eitthvað var sungið, minnir ekki.


Ég vona bara að einhver kveiki á perunni og geti sagt mér hvað þetta lag heiti.
It's dolemite baby!!!