Ég ætla að reyna að blása smá lífi í þetta áhugamál með smá umræðu.

Nýjasta “æðið” hjá mér er bossa nova. Flautukennarinn minn lét mig fá safndisk með nokkrum bestu lögunum, eins og The Girl From Ipanema og Desafinado. Þetta var reyndar með því fyrsta sem ég uppgötvaði í jazzi en ég hef ekkert hlustað á þetta lengi.

Það sem mér finnst mest heillandi við þessa tónlist er hversu róleg og þægileg hún er, “laid-back”. Tónlistamennirnir hljóma eins og þetta sé það auðveldasta í heimi, bara eins og að drekka vatn.

Hvernig er fólk að fíla þessa stefnu?