Nú um helgina er blúshátíðin Norðurljósablús á Höfn í Hornafirði. Ég missti af síðustu hátíð, bæði vegna veðurs og svo hefði ég ekki komist inn á nema eina tónleika því ég var bara að verða 17 ára þá. Nú átti ég að fá að komast inn, a.m.k. í fylgd með foreldrum mínum og var búin að hlakka mjög mikið til. Þá var allt í einu ákveðið að ENGINN undir 18 ára kæmist inn, með engum undantekninum. Ég, og nokkrir fleiri urðum auðvitað mjög reið þegar við heyrðum þetta og miklar umræður hafa verið í gangi um þetta. Þetta er mín skoðun á þessu (var upphaflega svar við bloggi vinkonu minnar, sem innihélt miklu meiri reiði og pirring og yrði líklega bannað hérna :P):


Það er nánast ómögulegt að sjá lifandi jazz, blús eða heimstónlist undir 18 ára. Má maður þá ekki hlusta á þetta undir 18 ára? Af hverju ekki?

Af því ég er alltaf að tala við fólk á huga.is sem hlustar á jazz og blús hef ég oft heyrt þetta. Allir minni tónleikar eru bannaðir fyrir yngri en 18 ára, því það verður að halda þá á skemmtistöðum. Ég fór nú á Deep Purple tónleika árið 2004 þegar ég var 15 ára og þar var bæði áfengissala og smákrakkar. Svo er verið að kvarta yfir því að við unga fólkið hlustum ekki á almennilega tónlist - ÞAÐ ER EKKI OKKUR AÐ KENNA AÐ ALMENNILEG TÓNLIST ER BÖNNUÐ INNAN 18 ÁRA!!!

Svo finnst mér líka fáránlegt að þurfa endilega að hafa áfengi á svona viðburðum. Af hverju? Er ekki nóg að njóta tónlistarinnar? Eða þarf kannski bara einhvera tylliástæðu til að geta farið á 3-daga fyllerí af því ef maður gerir það heima hjá sér er maður fyllibytta.

Það má ekki einu sinni fara inn í fylgt með fullorðnum. Það hefur víst reynst illa, fólk kaupir bara áfengi handa börnunum sínum, og þess vegna má enginn fara inn undir 18 ára.

Þessir foreldrar sem kaupa áfengi fyrir börnin sín … Af hverju er bara ekki hægt að henda þeim út!? Það kemur okkur ekki við þótt aðrir foreldrar en okkar séu óábyrgir!

Þetta er bara fáránlegt. Ég get ekki lýst því hvað ég er orðin pirruð á þessu.


Fáum nú smá umræðu hérna. Ég veit að það eru fleiri en ég orðnir pirraðir á þessu.

Go nuts!