Það var að koma í leitirnar hjá mér jazzað japanskt lag sem ég heyrði í Nintendo auglýsingu fyrir allnokkru síðan. Ákvað að deila þessari uppgötvun með ykkur. Lagið heitir “Hatsukoi” (fyrsta ástin) og er eftir Kojima Mayumi af plötunni “Me and my Monkey on the Moon”.

Það er hægt að hlusta á lagið með því að smella á tengilinn undir myndinni: http://www.this.is/alliat/files/b2eaff6702d156342d018c56f70c2913-7.html

Ég veit ekki með ykkur, en lagið greip mig strax og ég pantaði diskinn í gær. :)