Á “hinum” korkinum er eitthvað verið að stinga upp á keppni um greinar, eins og 5 bestu blúslögin.
Væri ekki tilvalið fyrir Jazzhliðina að koma með eitthvað svipað um til dæmis greinar um 10 bestu eða uppáhalds jazzlögin, þar sem sagt væri frá þeim, flytjendum og plötum/disku, sem þau eru á, og svo hvaða áhrif þau hafa á þann sem ritar.

Ég er búinn að taka saman litla svoleiðis grein, sem ég væri tilbúinn að henda inn. Ég veit bara ekki alveg hvernig svona virkar í keppni. Hvað segja yfirstrumparnir um það? Hvernig startar maður svona hlutum?

Þó að keppni sé ekki aðalmálið hjá mér, held ég að hún hafi örvandi áhrif til að fá menn til að setjast niður og hugsa málið og skrifa.

HeidisJazz
Bassinn er hinn framlengdi armur laganna.