Annie Sellick Ég er yfirleitt ekki hrifinn af sungnum jazz – vil hann heldur instrumental – en síðla vetrar fór ég á tónleika hjá Annie Sellick. Ég á varla orð til að lýsa áhrifunum. Annie Sellick er sennilega ein hraðast rísandi jazzstjarna Bandaríkjanna. Hún hefur gefið út 3 diska, hvern öðrum betri (sem ég keypti alla á tónleikunum!):
(1) “Stardust On My Sleeve” (2000), sem er léttastur,
(2) “No Greater Thrill” (2003), þar sem hún syngur ótrúlega “kúl” útgáfu af “It Ain't Necessarily So” (Gershwin),
(3) “A Little Piece of Heaven” (tónleikaplata tekin á “The Vic”, LA 2003 og 2004. og gefin út 2005.) Þar er m.a. að finna hið svarta húmorstykki “To Keep My Love Alive”.

Frábær rödd, frábær túlkun og frábær húmor einkenna söng þessarar ljúfu söngkonu.

Ég held að diskarnir séu bara til sölu á netinu.

Mæli með að menn kíki á vefinn hennar http://www.anniesellick.com. Þar er hægt að heyra nokkuð góða lagabúta.
Þá má einnig gúgla hana til að finna umsagnir.

Annie er nýbúin að syngja inn á plötu með titillögum úr James Bond myndunum. Platan mun eiga að heita “Kiss Kiss Bang Bang” þar sem hún syngur með Akira Tana o.fl. http://www.sonsofsound.com/news/enews/enews-200511.html.
Platan kemur líklega út í byrjun árs 2007.
Bassinn er hinn framlengdi armur laganna.