Ég hef tekið eftir því að flestum hérna finnst Miles Davis vera rosalega góður tónlistarmaður, og í uppáhaldi hjá flestum. Ég hef aldrei heyrt neitt með honum, en mig langar til að kynna mér hann.
Getur einhver komið með svona “topp 10” lista yfir bestu lögin með honum, og hvaða disk ætti maður að byrja á að fá sér (ekki samt safndiska, kaupi aldrei safndiska)???

Í öðru lagi, þá sendi ég inn kork á /tonlist fyrir stuttu, en enginn svaraði mér. Korkurinn var svona:

Hvar (á Íslandi) get ég fengið The Heart of Saturday Night með Tom Waits?
Ég er búinn að vera að leita að honum mjög lengi (búinn að prófa Skífuna, Tólf Tóna og margar litlar geisladiskabúðir á landinu).
Ef þið hafið séð hann nýlega í einhverri búð hér á Íslandi, please tell me!

Ástæðan fyrir því að ég setti hann inná Tónlist var að ég gerði könnun á þetta áhugamál um daginn, og 53 prósent sögðust ekki hlusta á Tom Waits. Ég hélt að ég fengi fleiri viðbrögð á /tonlist, en það er augljóslega vitlaust, svo að ég ætla að prófa að setja hann inn hér.

Takk fyrir…