Ekki nógu gott í grein svo að ég sendi þetta inn sem kork í staðinn.

———

Keith Jarrett tríóið er fastur punktur á Jazz
hátíðinni Jazz á Juan í Antibes. Þetta var í
fyrsta sinn sem tríóið spilar saman á þessu ári.

Keith hafði nýlega spilað sóló konsert í Sviss þar
sem aðgöngumiði á tónleikana kostaði 19000
íslenskar. Sem betur fer kostaði ekki svona mikið
á tríóið þarna úti í Antibes.

Jazz á Juan hátíðin er haldin á ströndinni í
Antibes og stólum er þétt raðað í sandinn. Fyrir
tónleikana var leitað á öllum ef ske kynni að
einhver væri með myndavél á sér. Tríóið, og þá
sérstaklega Keith sem er mjög sérvitur, líkar ekki
að láta taka flass-myndir af sér og geta átt það
til að hætta að spila. T.d. í fyrra voru þeir mjög
tregir í að taka aukalag (encore).

En að tónleikunum sjálfum. Keith Jarrett (píanó),
Jack DeJohnette (trommur) og Gary Peacock (kontrabassi)
stigu á svið við mikinn fögnuð áhorfanda.

Þeir voru FRÁBÆRIR!

Það er ekki hægt að segja annað um þá,
sérstaklega ef maður fær gæsahúð eftir hvert lag sem var
spilað.

Tríóið spilar venjulega jazz standarda. Þetta
kvöld breyttu þeir aðeins til og spiluðu eitt 100%
improviserað lag. Þ.e. Keith byrjaði með eitthvað
stef sem hann hélt alveg út í gegn og Gary og
Jack spiluðu undir. Það er mjög erfitt að lýsa
þessu lagi. Það minnti einna helst á instrumental
araba hip-hop. Ekki veit ég hvort sú
tónlistarstefna er til.

Síðasta aukalagið, Poinciana, var líka
eftirminnilegt. Þetta er eitt af þeim lögum sem
fengu mig til að hlusta meira á Keith. Mikið
rosalega var lagið öðruvísi á tónleikunum heldur
en það er á disknum (Whisper Not með tríóinu).
Þvílíkir snillingar þessir gaurar.

Þetta voru frábærir tónleikar í alla staði!