Mig langar bara að kynna ykkur fyrir þessarri hljómsveit. Þeir eru frá Svíþjóð, Stokkhólmi held ég, og spila blues/soul. Þeir komu í vor til Íslands að spila á blúshátíðinni Norðurlandablús á Höfn í Hornafirði. Pabbi minn kynntist þeim þegar hann var úti í Svíþjóð með hljómsveitinni sinni og þeir báðu þá um að koma til Íslands einhverntímann.

Ég á einn disk með þeim (heitir bara sama og hljómsveitin) og rétt áðan þegar hann kom upp á playlistanum mínum fattaði ég hvað mér finnst þetta flott :)

Hérna er síðan þeirra og ég mæli með því að einhverjir kynni sér þetta (diskurinn er til í ákveðnu íslensku forriti sem ég má ekki nefna hér *hóst*DCf*hóst*++*hóst* :P)