Ég er víst stjórnandi áhugamálsins hér á huga ásamt 3 öðrum.

Vissulega hefur okkur fjórum saman ekki einu sinni tekist
almennilega að fylgjast með öllu.

Ég tók mér til dæmis hlé frá huga í langan tíma, en þegar
ég kom aftur var ég lítið að fylgjast með áhugamálinu.

Nýlega, þegar ég rakst á umræður um að það þurfi að
hressa upp á þetta áhugamál, og strax komnir kandídatar í
stjórnendastöður.

Eflaust eru til betri stjórnendur en ég,
en er það virkilega rót vandans?

Núna hef ég hresst aðeins upp á útlitið á áhugamálinu,
samþykki myndir u.þ.b. annan hvorn dag, henti út útrunnum
atburðunum (vegna lífleysis okkar stjórnendanna).

Hvað getið þið gert, þar sem þið haldið upp á þetta áhugamál?

Sendið inn greinar. Það gera það allt of fáir notendur.
Ég reyni að samþykkja atburði um leið og þeir berast og greinar líka.

Af korkum er úr nógu að moða, sem er fínt.

Yfirflæði á myndum, og örugglega meira en mánaðarbið í mynd
sem þið sendið inn núna.

Ég held að stjórnendaskipti séu einfaldlega ekki nóg…