Ég er ekki viss í hvaða tónlistastefnu Spilverkið passar en mér datt í hug að það gæti passað hér. Er það rétt? Þau spila allavega einhver lög sem myndu flokkast sem jazz eða blús, en mest er þetta blandað þjóðlagatónlist.

Allavega, tilgangurinn með þessum korki var að skapa smá umræðu um þessa hljómsveit (og smá líf á þessu áhugamáli). Er einhver hérna sem hlustar á þetta? Hvernig finnst ykkur? Uppáhalds lög?

Mér finnst þetta frábær hljómsveit og eiginlega eina íslenska hljómsveitin sem ég hlusta eitthvað á að ráði. Ég hef hlustað á nokkur lög með þeim, t.d. Lazy Daisy, Ísland, Reykjavík og Græna byltingin, frá því ég var lítil. Í fyrra lék ég svo í leikritinu Grænjaxlar sem var samið á svipuðum tíma og Spilverkið var vinsælt og inniheldur tónlist eftir þau af plötunni Sturla. Þá vaknaði áhugi minn á hljómsveitinni aftur og ég hef stolið öllu með þeim frá foreldrum mínum.

Mér finnst Sturla alveg frábær plata en Götuskór er ennþá betri. Ég get eiginlega ekki sagt hvaða lög eru í uppáhaldi, eiginlega öll sem ég hef heyrt með þeim finnst mér flott. Þetta er flott tónlist með mjög sérstökum en pólitískum textum.
Ég mæli með því að allir kynni sér þessa hljómsveit.