Góðan rigningardag folks, svona liggur í því:

Ég fór til portúgal fyrir tveim vikum og kom aftur í nótt. Í Leifsstöð keypti ég cd með Ray Charles: genius loves company sem er fínn, þið kannist líklegast öll við hann Ray.
En síðan úti í galinu þá fann ég klúbb sem kallast: The Cave, mjög kúl það. Þar var að spila Hooper, oft kenndur við Johnny, sem sagt Johnny Hooper(kannist þið við hann? hann hefur gefið út 9 cd´s þannig að mér fannst skrítið að kannast ekki við hann þá.
En allaveganna þá var hann bara fanta góður, spilaði eldheitan jazz og svo talaði ég meira að segja við hann svona jazzari við jazzara thing og það var fínt.
Síðan keypti ég af honum einn af diskunum hans: In the Mood heitir hann og sömuleiðis fyrsta lagið á honum sem var skemmtilegt því að ég hef sjálfur spilað það. Síðan áritaði hann diskinn og var það mín fyrsta eiginhandaráritun hjá jazzara.