ég er að pæla. ég er nú nokkuð fær gítarleikari en hef því miður aldrei lagt í það að læra nótur eða neitt yfir höfuð. ég hef verið að spila í nokkur ár og hef starfað með hinum og þessum hljómsveitum þannig að ég er kominn langt frá því að vera talinn byrjandi.
en að aðalmálinu, mig hefur alltaf langað til þess að læra jazzgítar og hef alltaf ætlað mér að fara í slíkt nám.
nú er ég orðinn þreyttur á vælinu í sjálfum mér og ætla að láta það rætast að fara og klára jazzgítarnám. en þá er spurningin.
hvar finn ég bestu kennsluna og færustu kennarana. ég er ekki bara að leita eftir einhverjum super jazz guitarist, ég er að leita eftir einhverjum sem hefuru sálina og innlifunina í jazzinn og hefur áhuga á því að kenna manni og koma jazzinum vel frá sér. er einhver hér sem getur bent mér á góðan skóla/kennara og jafnvel gefið mér númer hjá viðkomandi?